Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1975, Side 14

Skinfaxi - 01.06.1975, Side 14
Hvernig fer sundkeppnin? Rabbað við Þórð Gunnarsson sundþjálfara Þórður Gunnarsson er sundþjálfari Umf. Selfoss og hefur ásamt Ester Hjart- ardóttur í Hveragerði undirbúið sund- fólk HSK fyrir landsmótið. Við spvrjum Þórð strax hvort Skarphéðinn sendi stór- an hóp í sundkeppnina. — Já við verðum með fulla þátttöku í öllum greinum. -— Og er þetta sterkt lið? — I heild er þetta mjög gott lið. Það er skipað mjög ungu og efnilegu sund- fólki að verulegu leyti. Við væntum mikils af þeim bæði á landsmótinu og í framtíðinni. — Hvaða sambönd heldurðu að muni helst berjast til úrslita í sundkeppninni? — Eftir sundárangri undanfarið sýnist mér að það verði HSK, Umf. Skipaskigi, UMSK og UMFN. Ég held að breiddin og styrkurinn sé mestur hjá þessum aðil- um, en fleiri kunna líka að senda góða einstaklinga eins og t. d. UMSK og UMSB. — Og hverjir fá flest stig í sund- keppninni? — Ég spái því að Skarphéðinn vinni stigakeppnina. Styrkur okkar felst ekki síst í góðri getu í öllum greinum, miklum áhuga og mikilli breidd sem getur fært okkur stig í öllum greinum. Ég býst annars við því að keppnin verði mjög jöfn og skemmtileg. — Hvaða einstaklinga telurðu líkleg- asta til að vinna bestu afrekin. — I karlagreinunum verður það efa- laust Guðjón Guðmundsson frá Akranesi. Ég hef heyrt að hann liafi æft vel undan- farið og ætli að keppa á landsmótinu. Mér þykir líklegast að hann vinni bæði besta afrekið og verði stigahæstur. I kvennagreinum hefði ég spáð Elín- borgu Gunnarsdóttur HSK samsvarandi sigrum í kvennasundinu þar til fyrir fá- um vikum að upp rann ný stjarna. Það er Sonja Heiðarsdóttir UMFN. Hún er aðeins 12 ára gömul og tekur svo stór- stígum framförum um þessar mundir að undrum sætir. Eins og sakir standa spái ég því að hún vinni besta afrekið og fái einnig flest stig. Guðjón Guömundsson, USK. Verður hann með á ný? 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.