Skinfaxi - 01.06.1975, Side 20
íþróttafólk úr ungmennafélögunum fer í
Utanferð eftir landsmót
Á síðasta sambandsþingi UMFÍ var á-
kveðið að efna til utanferðar að loknu
15. landsmóti UMFÍ. Hugmvndin er
raunar miklu eldri og má segja að þessi
ferð hafi legið í loftinu allt frá því að
heim var komið úr velheppnaðri Dan-
merkurferð að loknu 14. landsmótinu.
Að undirbúningi þessarar ferðar hefur
nú verið unnið síðustu mánuðina í sam-
ráði við gestgjafa okkar, sem er Árhus
Amts Gymnastikforening, en hópur
frjálsíþróttafólks frá AAG dvaldi hér á
landi um tíma síðastliðið sumar í boði
UMFI, eins og Skinfaxi hefur áður skýrt
frá.
Ákveðið hefur verið að tveir fvrstu í
hverri grein frjálsra íþrótta á 15. lands-
mótinu veljist til fararinnar og að keppt
verði í sömu greinum í Árósum og á
landsmótinu. Geti 1. og 2. maður ein-
hverra hluta vegna ekki farið, kemur að
3ja og fjórða manni að hlaupa í skarðið,
eins og raunar gerðist síðast. Áætlað er
að farið verði að heiman 19. júlí og kom-
ið aftur 29. júlí. Þama er skammur tími
til stefnu frá sjálfu mótinu og því áríð-
andi að væntanlegir þátttakendur geti
svarað því strax að móti loknu, hvort að
þeir geta farið eða ekki svo að hægt sé
að ná í varamennina strax.
Ferðir þessar hafa verið fjármagnaðar
á þann hátt að kostnaði hefur verið skipt
jafnt á fjóra aðila, þ. e. þátttakanda, fé-
lag hans, samband hans og UMFÍ. Þessu
var vel tekið síðast og skoraðist þá eng-
inn undan sínum hlut og vonum við fast-
lega að svo verði einnig nú, enda virðist
það eini möguleikinn. Allt verðlag hefur
að sjálfsögðu margfaldast frá síðustu ferð
en þá var hlutur hvers kr. 3.000,— fvrir
Á mótum dönsku ung-
mennafélaganna er
lögð mikil áhersla á
fimleika fólks á öllum
aldri. Hér sýna norsk-
ir öldungar leikfimi
á móti dönsku ung-
mennafélaganna.
20
SKINFAXI