Skinfaxi - 01.06.1975, Síða 26
Heimsmetin eiga skamma ævi
Er ”METÚRSALEM„
úr sögunni?
Aldarfjórðungsgamalt íslandsmet leið
undir lok í sumar, og þar með féll elsta
metið sem náð hafði óvenjulega háum
aldri miðað við met í sundi og frjálsum
íþróttum. Þetta var Islandsmetið í spjót-
kasti eins og kunnugt er. Það var Jóel
Sigurðsson sem kastaði spjótinu 66,99
metra árið 1949, og síðan hafa allar at-
lögur íslenskra spjótkastara að meti hans
mistekist þangað til í sumar að Óskar
Jakobsson bætti það tvívegis, samtals um
Jóel Sigurðsson fyrir 25 árum. íslandsmet
hans í spjótkasti. Varð ísl. „Metúrsalem“.
nær 7 metra eða í 73,72 m. íslensk met
verða enn gjaman nokkuð gömul.
Það er hins vegar orðið óvenjulegt nú
á dögum að heimsmet í frjálsum íþrótt-
um og sundi nái svona háum aldri, en
ekki er langt síðan metin gátu orðið
nokkuð gömul. Hinar öru framfarir í
þjálfunartækni síðustu ára liafa hins
vegar gjörbreytt þessu. Nú standa metin
vart deginum lengur, og metin sem náðu
10—20 ára aldri heyra sögunni til. Þau
met hafa stundum í gamni verið kölluð
„metúrsalem" til heiðurs hinum aldna
biblíuskörungi sem varð allra karla
elstur.
Eitt hið þekktasta þeirra er langstökks-
met Jesse Owens — 8,13 m. — sem
bann setti á olympíuleikunum í Berlín
1936. Það varð jafngamalt spjótkastmeti
Jóels Sigurðssonar. 25 ár liðu uns nokkr-
um tókst að stökkva lengra, en þá var
líkt og stífla brysti, og fjöldi stökkvara
hefur stokkið lengra síðan 1961.
Þýski hlauparinn Rudolf Harbig setti
heimsmet í 800 m. hlaupi í Milano 1939.
Tíminn var 1.46,6 mín., og mörgum þótti
26
SKINFAXI