Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1975, Side 29

Skinfaxi - 01.06.1975, Side 29
FRETTIR UR STARFINU Umf. Starfholtstungna Skinfaxa hefur borist Fréttablað Umf. Stafholtstungna, sem gefið var út í vor. Þetta er snyrtilega fjölritað blað með kápu, og er þar greint skilmerkilega frá starfi félagsins og starfsaðstöðu. Frásagn- ir blaðsins vitna um hið fjölþætta starf ungmennafélaganna í sveitum landsins, s. s. iþróttastarf i mörgum greinum, mál- fundastarfsemi, ferðalög, þjóðhátiðar- samkomur, landgræðslu, sjálfboðavinnu við félagsheimili og margt fleira. Það er yfirleitt ekki haft hátt um hið marg- þætta starf ungmennafélaganna, en þeg- ar fréttir frá einu félagi sem þessu eru lesnar, mætti öllum verða Ijóst hins fél- agslega og menningarlega þýðing þessara félaga. Stjórn Umf. Stafholtstungna skipa Gunnlaugur Árnason, Varmalandi (form.); Klemenz Halldórsson Dýrastöð- um og Erla Kristjánsdóttir Stóru-Skóg- um. Heimsókn frá Reykholti Dag einn i marsmánuði birtist á skrif- stofu UMFÍ 13 manna hópur tápmikilla ungmenna úr Leiðbeinendadeild Reyk- hoitsskóla Borgarfirði, ásamt kennara sinum og foringja Matthiasi Ásgeirssyni. Formaður og Framkvæmdastjóri UMFÍ tóku á móti þeim og röbbuðu við þau um störf, stöðu og ma.kmið UMFÍ. í lok heimsóknarinnar þáðu gestirnir veitingar og gjafir UMFÍ. Nemendurnir frá Reykholti í aðalstöðv- um UMFÍ ásamt Haf- steini Þorvaldssyni formanni UMFÍ og kennara sínum Matthíasi Ásgeirssyni. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.