Skinfaxi - 01.02.1978, Qupperneq 3
SKINFAXI
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXIX árgangur — 1. hefti 1978
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Krisfjánsson. — Út koma 6 hefti á ári.
Eigin framleiosla er okkar hagur
Við lýðveldistökuna 17. júni 1944 fögnuðu
ungmennafélagar og aðrir landsmenn merk-
um áfanga í áratuga sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar og hétu því að standa vörð um stjórnar-
farslegt og efnahagslegt sjálfstæði hennar á
hverju sem gengi.
Þetta kom meðal annars fram í athyglis-
verðum ávörpum fjölda framámanna í hreyf-
ingunni á þessum tíma. Það er því tímabært
nú að kanna varðstöðuna og eflaust ekki út
f hött. Höfum við í tæknibyltingu og velmegun
síðari ára sofið á verðinum og þannig svikið
þessa grundvallarhugsjón hreyfingarinnar?
Sjálfstæði smáþjóðar er ekki auðvelt að
varðveita í kapphlaupi auðhyggjuþjóðfélags-
ins. Því miður var ekki um neinn lokasigur að
ræða 1944 og skugga erlendrar hersetu ber
enn fyrir augu, auk þess sem undirstöður hins
efnahagslega sjálfstæðis okkar veikjast stöð-
ugt með óheyrilegum lántökum erlendis frá.
Það keyrir þó um þverbak þegar vega á að
einum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, land-
búnaðinum, með þeim hætti að telja hann eins
konar ómaga í þjóðarbúskapnum, og réttara
væri að sækja þá matbjörg sem hann hefur
framleitt til erlendra aðila. Slík aðför er svo
margslungin og hættuleg að sannir liðsmenn
ungmennafélagshreyfingarinnar geta ekki lát-
ið hana sem vind um eyru þjóta.
Ungmennafélagshreyfingin og hugsjónabar-
átta hennar f 70 ár er ávöxtur bændaþjóðfé-
lagsins og þeirrar menningarbyltingar sem
sveitafólkið bar fram til sigurs um síðustu alda-
mót. Ef grisja á meira en orðið er íslenska
bændastétt og blómlegar byggðir þessa lands
með aðför í fjölmiðlum og óréttlátri skiptingu
þjóðarkökunnar þeim til handa, riðar ein af
meginundirstöðum sjálfstæöis okkar til falls.
Boðskapur UMFÍ þetta árið er því: „Stönd-
um vörð um íslenskan landbúnað". „Eigin
framleiðsla er okkar hagur“. í þessum orðum
felst ekki eingöngu það, að íslensk matvæla-
framleiðsla sé sú hollusta og besta sem völ
er á, heldur og miklu fremur það, að stór
hluti þjóðarinnar sem byggir og heldur uppi
margþættu félags- og menningarlífi víða um
land, vinnur að þessum atvinnuvegi. Bæði
sem framleiðendur og einnig ! þjónustu- og
úrvinnslugreinum svo þúsundum skiptir.
Góðir ungmennafélagar. — Eflum varðstöð-
una, sjálfstæðisbarátta smáþjóðar er ævarandi
og í ótal þáttum.
(slandi allt.
Hafsteinn Þorvaldsson.
SKINFAXI
LANDS80KASAF4
3 5 2 0 -M
ÍSLANOS
3