Skinfaxi - 01.02.1978, Side 26
ef þa5 er notað af ábyrgum aðilum.
í Roskilde Amt höfum við krafist þess
í skólaíþróttum, að kennarar hafi tek-
ið þátt í 24 klst. námskeiði í þjálfunar-
tækni og öryggisatriðum áður en þeir
fá lykilinn að þessu tæki, sem alltaf
er umsetið.
Hvað mini-trampólin snertir full-
yrði ég að það er tæki sem er virkt í
skólunum. Það gefur stórum og þung-
um nemendum möguleika á að njóta
sín. En það verður líka að sýna gætni
við notkun þess. Það verður að undir-
búa nemandann með góðri undirbún-
ingsþjálfun, eins og reyndar þarf fyrir
öll stökk á hvaða áhaldi sem er.
Gleymi maður þeim grundvallarat-
riðum getur verið hætta á meiðslum
í hrygg — slík meiðsli hafa ekki
orðið hér hjá okkur. í Danmörku
hefur alls ekki verið til umræðu að
hætta við notkun trampólíns, ef til
vill kemur að því, en ég held þó ekki.
En það er áríðandi að sækja námskeið
fyrir þá sem kenna. Hér höldum við
áfram að nota trampólín.
Þetta var svar Paul Arne og leyfi
ég mér að undirstrika það, sem hann
segir — við þurfum að kynna okkur
notkun slíkra tækja áður en við tök-
um að okkur að kenna á þau.
4. Tvö sérsambönd hafa látið i ljósi
áhuga á námskeiðshaldi fyrir leið-
beinendur sína en það eru frjálsí-
þrótta- og borðtennissambandið. Nán-
ar verður auglýstur tími á námskeið
þau, sem hér verða haldin síðar.
Sigurður R. Guðmundsson.
0
GROHE
=VATN+VELLÍÐAN
Fjórda hvert blöndunartæki
íEvrópu erfrá GROHE/
ÁRS ÁBYRGÐ
AÐALUMBOÐ:
Þýzk-islenzka
SÍOUMÚLA 21 • SÍMI 8-26-77
26
SKINFAXI