Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags fslaríds — LXIX árgangur —• 4. hefti 1978 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. AÐ LOKNU LANDSMÓTI 16. landsmót UMFÍ er nú að baki. Trúlega hefur aðstaða og aðbúnaður þessara „Ólym- píuleika” íslenskrar æsku aldrei verð jafn góð sem nú og keppendur hafa aldrei verið fleiri, en þeir voru að þessu sinni um 1100 talsins. Menn kunna að velta því fyrir sér hvort umfang og fjölbreytni landsmóta sé ekki að sprengja allt utan af sér og hvort endalaust sé hægt að stækka mótin í sniðum. Þessu er ekki svo auðvelt að svara en það er augljóst að þegar mótin eru orðin jafn stór í sniðum og raun ber vitni, ríður mikið á að öll skipulagning sé í lagi. Það verður ekki annað sagt en að landsmótsnefnd og framkvæmdastjóri hennar hafi komist klakklaust í gegnum þetta skipulagsstarf, þótt margt hefði mátt betur fara voru það ekki nein stórvægileg atriði, og á það ber að líta að undirbúningstími var nú styttri en gengur og gerist vegna þess hve lengi stóð til að hálda landsmótið á Dalvik. 17. landsmót er næst á dagskrá og enn er fyrirhugað að það verði í umsjá Ungmenna- sambands Eyjafjarðar, um nánari staðsetningu er ekki vitað. Ef fram fer sem horfir þarf ekki að ætla annað en umfang og glæsileiki landsmóta haldi áfram að vaxa, það er því grundvallarátriði að skipulagning takist vel en til þess að svo megi verða þarf næsta lands- mótsnefnd að taka mið af þeirri reynslu sem sú síðasta hlaut í undirbúnignsstarfi sínu og sjálfri framkvæmdinni. Æskilegast væri að framkvæmdastjóri síðustu landsmótsnefndar ætti sæti í þeirru næstu og miðlaði þannig reynslu sinni a.m.k. framan af Næstu landsmótshaldarar eiga ærin verkefni fyrir höndum og því er ástæða til þess að hvetja þá til að hefja störf sem fyrst. g.k. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.