Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.1978, Blaðsíða 12
Kepni í 400 m hlaupi karla er jöfn og spennandi og þrátt fyrir heldur óhagstætt veður fellur landsmótsmetið og er þar að verki Eyfirðingurinn ungi Aðalsteinn Bern- harðsson, en Jakob Sigurólason er ekki langt undan. í 400 m hlaupi kvenna hleypur Oddný Árnadóttir allar aðrar af sér og sigrar á nýju landsmótsmeti. 1000 m boðhlaupið þykir jafnan skemmtileg grein og spennandi. Það fer þannig fram að fyrsti maður hleypur 100 m, annar 200, þriðji 300 og endaspretturinn er 400 metrar. Þar kemur enn einn óvænti sigurinn þegar sveit HSÞ með Jakob Sigurólason í loka- spretti sigrar hina spretthörðu Vestfirðinga. í 1500 m hlaupi eru Austfirðingar aftur á ferðinni, og nú er það Björn Skúlason sem fyrstur er til að slíta marksnúruna. Jón Dið- riksson er fjarri góðu gamni en boð bárust frá honum daginn fyrir landsmótið að hann væri meiddur og treysti sér ekki til keppn- innar, en Jón hafði dvalið við æfingar í Þýzkalandi, ásamt fleiri íslendingum. Félagi hans úr UMSB, Ágúst Þorsteinsson, nælir sér í silfrið. Hafsteinn Jóhannesson UMSK sigrar í 110 m grindahlaupi i sterkum meðvindi og árangur telst því ekki gildur sem met. Bræðurnir úr Reykholti, Einar og Rúnar Vilhjálmssynir, leggja sambandi sínu til 11 stig i spjótkasti. Lengsta kast Einars mælist tveim metrum lengra en Rúnars. í lang- stökki kvenna stendur yfir hálfgerð mara- þonkeppni með 26 keppendum. Þar hafa því nokkur stökkin verið stokkin og von- andi enginn stokkið upp á nef sér áður en úrslit fást. Og þar kemur hin keppnisharða Bergþóra Benónýsdóttir HSÞ aftur til skjal- anna og lengsta stökk hennar mælist 5.30 m. Stalla hennar úr HSÞ, Laufey Skúla- dóttir, fylgir fast á hæla hennar. Tvöfaldur sigur Þingeyinga. Hvernig hefur landsmótsspáin úr 3. tbl. nú staðist, þennan dag landsmótsins? Nokkur óvænt forföll urðu er þeir Jón Diðriksson og Stefán Hallgrímsson mættu „Líf og fjör í sveitinni”. Dansflokkur frá Umf. Hruna- manna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.