Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1978, Síða 14

Skinfaxi - 01.08.1978, Síða 14
og vinna með nokkrum yfirburðum, og jafna landsmótsmetið frá 1975. Að uppgjöri er komið í knattleikjunum, og víðast um skemmtilega keppni að ræða. í keppninni um 1. sætið í handknattleik kvenna skilja lið HSÞ og UMSK jöfn að lokinni framlengingu. Þegar lið eru svo jöfn fær ekkert skorið úr um sigur nema hlut- kestið og HSÞ stúlkurnar eru heppnari. Úrslitakeppni knattspyrnunnar fer fram á grasvellinum að lokinni hátíðadagskrá. Þar berjast UMSK og HSH og eftir jafnan leik tekst liðsmönnum UMSK að finna fót- boltanum stað innan markasúlnanna. 1:0 er staðreynd og þrátt fyrir harða sennu HSH liðs að marki andstæðinganna verður engu um breytt. í blaki sigrar HSK UMSE 3:1 eftir mjög skemmtilegan leik. Baráttan skipar veglegan sess en þrátt fyrir hana bregður fyrir meistaraspili öðru hvoru. Lið HSH skipað leikmönnum Snæfells úr Stykkishólmi leggur ótrautt til atlögu við mótherja sína, 1. deildarliðsmenn Njarð- víkinga. Á leik liðanna veðrur ekki séð að mikill ójöfnuður ríki, menn reyna að verj- ast eftir föngum og skora þess á milli. Leiknum lýkur með sigri Njarðvíkinga en þá höfðu allmargir orðið að yfirgefa völlinn úr báðum liðum sökum villufjölda. Hátíðadagskráin Að venju fór fram hátíðadagskrá síðasta dag mótsins. Hófst hún á íþróttavellinum kl. 14.30 með lúðrablæstri Lúðrasveitar Selfoss undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar. Að því loknu flutti formaður Landsmóts- nefndar, Jóhannes Sigmundsson, ávarp, síðan flutti séra Sigurður Sigurðsson bænarorð og að því loknu sýndu 200 börn af HSK-svæðinu fimleika undir stjórn Huldu Gunnlaugsdóttur og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Var sýningin vel heppn- uð og áhrifamikið að sjá þegar þörnin mynduðu stafina UMFÍ og síðan 1978 á vellinum. Þá flutti heiðursgestur 16. landsmóts, séra Eiríkur J. Eiríksson, fyrrverandi for- maður UMFÍ, ávarp. Að þvi loknu kom íþróttafélagið Gerpla úr Kópavogi með frá- bæra fimleikasýningu sem að mestu var samin og æfð með 16. landsmótið í huga, vakti sýningin mikla hrifningu áhorfenda. Að því loknu sýndu gestirnir Odense Amt Gymnastikforening fimleika stúlkna og pilta við góðar undirtektir. Allmikill fjöldi gesta var á íþróttasvæð- inu og varð ekki annað séð en þeir skemmtu sér hið besta. Mótinu lýkur Dagurinn Iíður og nokkurt fararsnið á fólki, þó er eftir fjölskylduskemmtun í íþróttahúsinu og að henni lokinni er verð- launaafhending og mótsslit. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunaaf- hending og mótsslit fara fram innan dyra. Þorsteinn Einarsson og Hafsteinn Þor- valdsson annast verðlaunaafhendinguna og keppendur koma hver af öðrum og taka við verðlaunum sínum. Nokkur spenna liggur í loftinu þegar kemur að heildarstigum enda þótt menn hafi grunað í hvað stefndi með sigur. Héraðssambandið Skarphéðinn er hinn ótviræði sigurvegari og Kristján Jóns- son formaður HSK gengur upp á sviðið til þess að taka á móti sigurstyttunni. Hafsteinn Þorvaldsson slítur mótinu og getur þess í lokin að 17. landsmót UMFÍ verði haldið í umsjón UMSE 1981. g.k. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.