Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1979, Page 14

Skinfaxi - 01.06.1979, Page 14
Þingforsetar Stefán Hafsteinsson standandi Eggert J. Levy sitjandi. Vel fer á því að afhjúpa slík skilti með at- höfn föstudaginn 22. júní í sumar, en kl. 11.55 þann dag munu Austur-Húnvetn- ingar taka við af Skagfírðingum í Lands- hlaupi FRÍ og kl. 16.50 þann dag ljúka Austur-Húnvetningar þátttöku sinni í hlaupinu við Gljúfurá og Vestur-Hún- vetningar taka við. Þingið sendi öllum þeim, sem styrkt hafa starf sambandsins beztu þakkir. Sér- stakar þakkir voru sendar sveitastjórnum í héraðinu fyrir veittan stuðning. Á síðasta ári styrktu allar sveitastjórnir í A- Hún. að einni undanskilinni starf sam- bandsins, flestar með upphæð, sem svarar til kl. 300.00 pr. íbúa í viðkomandi sveit- arfélagi. Á þinginu var lýst kjöri íþróttamanns ársins, en það var Ingibergur Guðmunds- son Fram, sem var kjörinn íþróttamaður ársins. Karl Lúðvíksson og Páll Kristinsson gengu úr stjórn USAH á þinginu, en i þeirra stað voru kjörnir Jón Torfason Torfalæk og Þorsteinn Sigurðsson Blönduósi. Magnús Ólafsson formaður. lnglbergar Guðmundsson iþróttamaður USAH1978 i ræðustól, 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.