Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1979, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.06.1979, Qupperneq 21
AÐALFUNDUR UMFK Aðalfundur UMFK var haldinn laugar- daginn 24. febr. sl. Fyrir fundinum lá fjölrituð skýrsla og reikningar yfir starf- semina sl. starfsár. Á fundinum gerði afmælisnefnd grein fyrir störfum sínum en fyrirhugað er að minnast 50 ára afmælis félagsins sem er í sept. n.k. með með ýmsu móti m.a. íþróttamótum, sýningum, útgáfu af- mælisrita og keppnum í sem flestum íþróttagreinum. Á sl. starfsári voru stofnaðar tvær nýj- ar deildir innan félagsins þ.e. knatt- spyrnudeild og handknattleiksdeild en fyrir voru júdó og borðtennisdeildir. Stjóm félagsins var endurkjörin en hana skipa: Hafsteinn Guðmundsson for- maður, Steinar Sigtryggsson varaformað- ur, Hörður Ragnarsson gjaldkeri, Sigur- björn Gunnarsson ritari og Haukur Haf- steinsson meðstj. Þá eiga sæti í stjórninni fulltrúar deilda: Ómar Sigurðsson (júdó), Karl K. Hólm (borðtennis), Guðjón Þór- hallsson (knattspyma), Guðni Grétarsson (handknattleikur). í UMFK eru nú 970 félagsmenn og eru stundaðar 6 íþróttagreinar innan þess. Æfingar fara að miklu leyti fram í húsi fé- lagsins sem breytt var í íþróttahús sumar- ið 1976. Eru milli 50 og 60 æfingatímar þar hjá félaginu í viku hverri. Framkvæmdastjóri UMFK er Haukur Hafsteinsson. Eyrarsparisjóður á Patreksfirði styrkir íþrótta- og æskulýðsmál í byggðalaginu. Þann 7. apríl sl. hélt Eyrarsparisjóður aðalfund §inn en slíkt teld- ist ekki fréttnæmt í Skinfaxa nema fyrir þær sakir að sparisjóður þessi sem er allvel stæður, ákvað á þessum aðalfundi sínum, að verja einni milljón króna til íþrótta og æskulýðsstarfa í byggðarlag- inu. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.