Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1981, Page 5

Skinfaxi - 01.06.1981, Page 5
6. Sambandið ílutti í eigið hús- næði, sem er í nýja íþróttahús- inu að Laugum. Eru það 2 rúmgóð herbergi. I öðru þeirra verður skrifstofa og fundarað- staða, en í hinu áhalda- og skjalageymsla. Par með hcfur gamall draumur um að eignast fastan samastað ræst. 7. Samskiptum við dönsk ung- mennafélög var haldið áfram. A síðasta sumri fóru 25 HSÞ félagar í heimsókn til Dan- merkur í boði danskra héraðs- sambanda. Ferð þessi var farin í samvinnu við UMSB. Þá finnst mér rétt að geta tveggja þátta í starfi HSÞ sem eru til fyrirmyndar og tíðkast ef til vill ekki hjá öðrum héraðssambönd- um. HSÞ styrkir sín aðildarfélög með því að greiða 30% af kostnaði vegna íþróttaþjálfunar. Er það gert til að hvetja og gera þeim kleift að ráða til sín þjálfara í hin- ar ýmsu íþróttagreinar. Þetta hafa félögin notfært sér og nam styrkurinn á síðasta ári 4.3 nrillj. g.kr. Þá er það hitt að HSÞ greiðir allan ferðakostnað íþróttamanna sem fara til keppni utanhéraðs og námu þessi útgjöld í síðasta ári 5.7 millj. g.kr.. Að lokinni skýrslu formanns gerði gjaldkeri, Völundur Her- móðsson, grein fyrir reikningum sambandsins. Helstu tekjur voru styrkir frá sýslu og sveitarfélögum og hinar hefðbundnu ljáröflunar- leiðir svo sem jólakortasala, happdrætti og Laugahátíð sem var þeirra lang drýgst. Gjalda- megin voru stærstu liðirnir Laugavöllur, ferðakostnaður í- þróttafólks, styrkir til félaga og þjálfarakostnaður. Eftir afgreiðslu reikninga hóf- ust umræður um starf HSÞ. Skip- að var í starfsnefndir og ræddu þær um hin ýmsu verkefni sam- bandsins á þessu ári. Skiluðu þær skýrslum og tillögum og urðu all miklar umræður þar um. Einkum var rætt um kosti og galla Lauga- hátíðar og voru skiptar skoðanir þar um og mun ég ekki nú fara nánar út í þær umræður. Ef frá eru talin hin hefðljundnu verkefni HSÞ þá ber hæst á þessu ári þátttaka í landsmóti UMFI á Akureyri. Þingeyingar hafa staðið sig væl á landsmótum og ætla sér einnig að gera það nú og íjöl- usvs 11. ársþing USVS var háð í Vík 18. apríl. Af hálfu UMFÍ sátu þingið þeir Sigurður Geirdal og Finnur Ingólfsson en Hannes Þ. Sigurðsson var mættur frá ÍSÍ. Starfsemi USVS virðist vera í hægum en öruggum vexti og hefur svo verið allt frá stofnun sam- bandsins fyrir rúmlega 10 árum. Fjármál, skipulagsmál og 17. Landsmótið voru aðalviðfangs- efni þingsins. Fjárhagur USVS er traustur en kostnaðarsamt ár framundan, og hafa ýmsar at- hyglisverðar hugmvndir komið fram hjá USV'S um íjáröflunar- leiðir til að mæta kostnaði. For- maður USVS er Guðni Einars- son. S.G. u/v\se 60. ársþing UMSE var lialdið að Grund 11.-12. apríl s.l. Frá UMFI sátu þingið þeir Guðjón Ingimundarson, Þóroddur Jó- hannsson og Sigurður Geirdal. Einnig kom Reynir Karlsson þá- verandi æskulýðsfulltrúi ríkisins á þingið. 17. Landsmótið er stærsta vefkefnið framundan hjá sam- bandinu og mótuðust þingstörf nokkuð af þeirri staðreynd. Á þinginu var Þórir Snorrason sæmdur Starfsmerki UMFI og honum þökkuð mikil störf í þágu menna með gott lið íþróttafólks. Þá verður framhaldið uppbygg- ingu Laugavalla. Stjórn HSÞ skipa: Þormóður Asvaldsson, Okrum, formaður, Jón Illugason, Reykjahlíð, \’öl- undur I lermóðsspn, Alftanesi, Birgir Steingrímsson, Húsavík, Baldvin Balchinsson, Torfunesi, Arnór Erlingsson, Þverá og Krist- leifur Meldal, Grenivík. G.Á. Sæmundur Runólfsson formaður Umf. Drangs á þingi USVS. ungmennafélagshreyfingarinnar. UMSE verður 60 ára á næsta ári og var samþykkt að skipa nefnd til að vinna að hugmyndum varð- andi afmælið. Form. UMSE er Jóhann Geir Sigurgeirsson. USVH Þing US\-H var haldið í \’íði- hlíð 5. apríl. Afhálfu UMFÍ sóttu þcir Pálmi Gíslason og Guðjón Ingimundarson þingið. Þingið var vel sótt og mikill hugur í SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.