Skinfaxi - 01.06.1981, Qupperneq 8
ÞÓRODD JfÓHAIHVSSOS
Innan tíðar hefst 17. Landsmót
UMFI er haldið verður dagana
10,— 12. júlí á Akureyri. Til að fá
fréttir af undirbúningi og öðru
varðandi mótið tókum við viðtal
við Þórodd cn hann er formaður
Landsmótsnefndar.
Iivernig gengur undirbúningurinn
Jyrir landsmótib?
Segja má, að nú sé undirbún-
ingurinn í hámarki og er í mörg
horn að líta í því sambandi. Upp
koma vandamál, sem valda á-
hyggjum, en þær hverfa fljótt þeg-
ar úr rætist og hjólin snúast eðli-
lega. Vafalaust hefði undirbún-
ingurinn getað vcrið kominn bet-
ur á veg, cn ég er þcss fullviss, að
eyfirskir ungmennafélagar munu
ekki liggja á liði sínu á endasprctt-
inum fyrir mótið.
Hvernig er aðstaðan til mótshalds-
ins á Akureyri?
Eg tel hana mjög góða. Keppn-
isaðstaða er yfirleitt ágæt í llestum
greinum, t.d. frjálsum íþróttum
og sundi. Tveir stórir íþróttasalir
eru til staðar fyrir keppni í blaki
Þóroddur Jóhannsson formaður
Landsmótsnefndar.
og körfuknattleik og fleiri greinar,
en þeir nægja ckki, og mun þvá
keppni í nokkrum greinum fara
fram í nýju íþróttahöllinni, sem
unnið er við af fullum krafti. í
íþróttahöllinni verður einnig
kvöldvaka dansleikir og veitinga-
aðstaða. Handknattleikur fer
fram úti, á malbiki, en knatt-
spyrnukeppnin fer að mestum
hluta fram á malarvöllum. —
Umfang þessa móts sést best á
því, að hin mörgu íþróttamann-
virki bæjarins verða ílcst full ásett
mótsdagana.
Eru nteg bílastteði við íþróttamann-
virkin?
Við flest þeirra cru þau næg.
Við sundlaugina eru þau reyndar
af skornum skammti og við í-
þróttahöllina nýju verða bílastæði
ekki fullfrágengin, en reynt verður
að leysa úr þeim vanda.
Hvað geturðu sagt okkur um tjald-
búðirnar?
Tjaldbúðir keppenda munu
verða við nýju íþróttahöllina, þ.e.
rétt við sundlaugina, en almenn-
ingstjaldbúðir verða við gamla
golfvöllinn, um 700 m frá sund-
lauginni.
Hvað um möluneyti?
Mötuneyti verður starfrækt fyr-
ir keppendur og starfsfólk á veg-
Frá þingi UMSS, Guðjón Ingimundarson í ræðustól.
rædd og m.a. ákveðið að vinna vel
að undirbúningi fyrir landsmótið
á Akureyri og kosin mjög öflug
landsmótsnefnd. Formaður
Hörður Jónsson gaf ekki kost á sér
til endurkjörs og var Jóhann
Jakobsson kosinn formaður í hans
stað.
Sigrúnu Sverrisdóttur var veitt
verðlaun fyrir besta frjálsíþrótta-
afrek UMSS 1980. í þessari ferð
aflicnti Pálmi Gíslason Helga
Rafni Traustasyni starfsmerki
UMFÍ.
8
SKINFAXI