Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1981, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.06.1981, Qupperneq 9
um landsmótsins í Menntaskól- anum, en þar er aðstaða mjög góð. Hvað um útgájustarjsemi í sam- bandi við mótið? Að sjálfsögðu verður gefin út leikskrá með hefðbundnu sniði, þar sem ýmsar upplýsingar koma fram varðandi mótið, svo og kepp- endaskrá o.fl. Þá munu Lands- mótsfréttir koma út, væntanlega fjögur tölublöð. Reynt verður að gera „fréttirnar” sem best úr garði, hafa þær líflegar og fjöl- breyttar. í fyrsta tbl. verður m.a. spá um hugsanleg úrslit í einstök- um keppnisgreinum. En aðaltil- gangurinn með útgáfu Lands- mótsfrétta er sá, að gefa fólki kost á að eignast örugga heimild um 17. Landsmótið. Hvernig verður Jyrirkomulag á að- gangssölu? Það er ekki cndanlega ákveðið, en trúlega verður selt inn á mótið í mörgu lagi, ég býst síður við að hægt verði að kaupa einn heildar- miða á mótið. Verður einhver minjagriþasala á mótinu? Já, það verða fánar, veifur, áprentaðir bolir og e.t.v. fleiri minjagripir til sölu, Nu, ýmsar veitingar verða á boðstólum og ég vil taka fram af gefnu tilefni, að mótshaldari, þ.e. UMSE hefur, samkvæmt samningi við Akureyr- arbæ, einkarétt á sölustarfsemi á mótsstað. Hvenig verður dagskrá mótsins í /löjuðdráttum? Það er nú erfitt aðgera grein fyrir henni í stuttu máli. Auk í- þróttakeppninnar, sem segja má að sé meginuppistaðan í mótinu, verða fjölmargir dagskrárliðir til fróðleiks og skemmtunar fyrir eldri sem yngri. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, heiðrar mótið með komu sinni og llytur ávarp, Vilhjálmur Hjálmarsson fv. menntamálaráðherra flytur Frá íþróttavelli Akureyrar. Ljósm. Matthías Gestsson. hátíðarræðu, sr. Pétur Sigurgeirs- son vígslubiskup sér um helgi- stund, karlakór syngur létt lög og lúðrasveit leikur. Fimleikaflokkur Irá Gerplu sýnir, einnig ílokkar frá ÍBA og UMSE, svo og sýning- arflokkur frá Danmörku. Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna innlenda og erlenda þjóð- dansa, þá verður glímusýning, fallhlífastökk o.fl. Hvernig horjir með þátttöku í flokkaíþróttum? Hún er góð. Undankeppni í knattspyrnu fór fram á sl. ári og 8 lið keppa til úrslita á landsmót- inu. Tíu lið hafa skráð sig í körfu- knattleik, 8 í handknattleik kvenna og 7 í blaki og verður ekki um undankeppni að ræða í þess- um greinum. Samkvæmt þessari þátttöku verða 28 leikir í körfu- knattleik, 15 í knattspyrnu, 15 í handknattleik og 12 í blaki á landsmótinu. Unnendur knatt- leikja ættu þ\í ckki að þurfa að kvarta undan leikjafæð á þcssu landsmóti. — Undankeppni í skák er ekki alveg lokið en í henni voru 13 sveitir skráðar til leiks. — Um þátttöku í öðrum greinum cr ekki vitað enn, en allt bendir til, að hún verði mikil í flestum greinum. A síðasta landsmóti \ oru rúmlega eitt þúsund keppendur, en þeir \erða mun lleiri núna. Keppnis- greinum hef'ur fjölgað og má í þ\ í sambandi sérstaklega nefna keppni fatlaðra, sem nú fer fram í fyrsta skipti á landsmóti UMFI. En almennir gestir, rerða þeirmarg- ir? Já, á því tel ég engan vaf'a. Landsmót LLMFÍ hafa mikið að- dráttarafl og Akurevri er aðlað- andi og \insæll dvalarstaður fcrðafölks. Eitthvað að lokum? Aðeins ein setning. X’elkomin á 1 7. Landsmót UMFI á Akurevri. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.