Skinfaxi - 01.06.1981, Side 21
Gómul mynd af Laugum, frá Landsmótinu 1961.
afskekkt og kynntist ég því ekki
félgsstarli í heimabyggð. Eggekk í
ungmennafélagið hér strax en hef
þó lítið starfað innan þess, mín
störf beindust meira að skólanum
og áður fyrr var miku meira fé-
lagslíf hér. Nemendur voru hér
langtímum saman, komust ekki
heim og þurfti því að hafa hönd í
bagga, vera með fólkinu um helg-
ar og jafnvel í jólafríum ef sam-
göngur hömluðu heimferð þess,
stytta því stundir, skapa aðstöðu
og aðstoða. Laugaskóli var áður
miklu meiri íþróttaiðkunarskóli,
íþróttakennslan ekki bundin af
námsskrá og því sund og leikfimi
meira stundað og meiri árangur
með stöðugri ástundun fárra
greina og meiri áhuga nemenda.
Nú er kvöð að stunda margvísleg-
ar geinar, hver grein fær stuttan
tíma og því ekki mikil ástundun
né lærdómur. Nemendur voru
einnig eldri er þeir komu í skólann
áður fyrr.
Sem íþróttakennari stóð ég
fyrir íþróttanámskeiðum fyrir
HSÞ og sundnámskeiðum fyrir
báðar Þingeyjarsýslur svo og
sóttu Hríseyingar þessi námskeið.
Það var því ef til vill eðlilegt að ég
ynni að félagsstörfum HSÞ og var
í stjórn alllengi og kosinn for-
maður 1957.
Frá þessum árum eru margar
kærar minningar t.d. frá sam-
norrænu sundkeppninni, en þar
voru Þingeyingar ætíð í fremstu
röð. Stundum þurfti að bjarga
liálf— ósyndum þátttakendum og
einn Mývetningur skildi ekkcrt í
því er hann gafst upp eftir 1 og 1/2
ferð, hann var búinn að æfa sig vel
heima í polli. Þá var skíðalands-
gangan einnig skemmtileg og þar
stóðu Þingeyingar sig einnig vel.
Skemmtilegasti verðlaunagripur-
inn í safni HSÞ er frá þeirri
keppni.
Nú, formaður varð ég 1957 og
framundan urðn mörg góð ár.
Starfið gekk þó í bylgjum, en
félagsskapurinn var góður og
Þingeyingar sýndu mikinn áhuga
og mér góð\ ild. Sumir héldu að
þeir væru að keppa fyrir mig, já,
ég vann eitt stig fyrir þig Óskar.
Slíkt hugarfar og áhugi er dýr-
mætt í minningunni og bestu
launin ef maður er til einhvers
gagns.
Landsmótið 1961 var fyrsta
mótið sem héraðssamband stóð
eitt að og bar fjárhagslega ábyrgð
á. Ég var á landsmótinu 1940 og
landsmot var haldið að Laugum
1946. Þingeyingar voru samhent-
ir um að láta þetta landsmót,
1961, takast vel, og við mótið
unnumeiraen lOOmanns. Lærðir
og leiknir tóku höndum saman og
við fengum sæmilegt veður. Ég er
ekki sérlega harður stjórnandi,
áhugi annarra hefur drilið mig
áfram. Ég skef ekki utan af hlut-
unum og get sagt mönnum til
syndanna cn verð ekki var við að
menn erfi það.
Formennsku hætli ég síðan
1976 en hef unnið við ýmis
skemmtileg störf á vegum sant-
bandsins m.a. verið í nefnd vegna
erlendra samskipta svo og vegna
Laugahátíðar. Eg hef tvisvar
verið í framkv'æmdastjórn
íþróttahátíðar og mætt á fundum
hennar. Ef þú átt að mæta á fundi
skalt þú mæta þar þó þú hafir lítið
til málanna að leggja, allir hafa
hlutverk og jafnvel þögnin getur
verið til góðs.
U ngmennafélagshrey fmgin
hefir gert mikið fyrir þessa þjóð.
Hún hefur þrýst henni saman
þegar með þurfti, reynt að bægja
frá ýmsu því sem ekki er æskilegt
og reynt að skapa æskunni meiri
verkefni og holl. Líkaminn vex oft
örar en sálin og oft þarf að varða
veginn og hjálpa æskunni að
ganga beinu brautina.
I lokin \ il ég óska HSÞ þess að
vera ljósberi æskunnar framvegis
eins og fyrr og að UMFI beri gælu
til að varða veginn í lramtíðinni
með starfsemi sinni, landsmótum
og öðrum góðum verkum. Þá tel
ég æsku landsins vel borgið er
lnigsjón þess lær hljómgrunn.”
Svo mælti Oskar á Laugum að
lokum og hann talar af nokkurri
reynslu eftir 40 ára kennarastarf
og margvísleg félagsstörf. Þrot-
laust starf á þeim stað sem honum
er kærastur, Laugum í Reykjadal.
Arnaldur Bjarnason.
SKINFAXI
21