Skinfaxi - 01.06.1981, Qupperneq 23
Sundlið Þelamerkurskóla sigraði í eldri flokki í skólakeppni UMSE.
son Kálfskinni gaf bikar sem
keppt er um í yngri flokki. Nú er
bikarinn í eldri flokki kominn úr
umferð þar sem Þclamerkurskóli
hefur unnið hann til eignar og
vantar þar nú farandgrip, haldi
keppnin áfram í einhverri mynd.
Keppnin í ár var oft skemmti-
leg og góðir árangrar náðust í
ýmsum greinum.
I skák vann Þelamerkurskóli
ltáða flokkana. Keppnin fór fram í
Hrísey við hinar ágætustu að-
stæður og móttökur allar til fyrir-
niyndar.
Skíðagangan fór fram við Ar-
skógsskóla í fegursta veðri og veg-
legar veitingar. Gengnir voru
1500 metrar.
Dalvíkurskóli vann báða flokk-
ana.
Dalvíkurskóli vann báða flokk-
ana.
Frjálsíþróttakeppnin fór síðan
fram sem fyrr segir í íþróttahús-
inu á Dalvík við hinar ágætustu
móttökur þeirra Dalvíkinga.
Þelamerkurskóli vann eldri
flokkinn en Árskógsskóli þann
yngri.
Sundmótið fór fram í hinni nýju
og glæsilegu sundlaug við
Hrafnagilsskóla. Var þetta fyrsta
meiriháttar mótið er fram fór í
sundlauginni og er keppnisað-
staða þar öll til fyrirmyndar.
Tókst keppnin í alla staði vel og
var gott að sækja Hrafnagilsbúa
heim, svo sem ávallt fyrr.
Þelamerkurskóli vann í báðum
flokkum.
Knattspyrnumót í eldri ílokki
fór síðan fi arn við Hrafnagilsskóla
og vann Þelamerkurskóli en í
yngri flokki fór keppnin fram \ið
Þelamerkurskóla, reyndar nokk-
uð frá skólanum þar sem enginn
knattspyrnuaðstaða er við skól-
ann og sigraði Dalvíkurskóli í
þeim flokki.
Heildarstig í eldri flokki urðu
sem hér segir:
I. Þelamerkurskóli 444 stig
2. Hrafnagilsskóli 337 stig
3. Dalvíkurskóli 72 stig
í yngri flokki urðu úrslit:
2. Arskógsskóli
3. Hrafnagilsskóli
4. Hríseyjarskóli
5. Dalvíkurskóli
6. Húsabakkaskóli
292,0 stig
244,0 stig
184,5 stig
145,0 stig
24,0 stig
(Tók aðeins þátt í skákmótinu)
Keppni þessi hefur að llestu
lcyti tekist vel á undanförnum ár-
um og hefur að mínu áliti náð til-
gangi sínum. Þó tel ég að kominn
sé tími til að endurskoða kcppn-
ina í heild, ekki að leggja hana
niður heldur að breyta fyrirkomu-
lagi hennar og gefa henni nvtt
blóð.
Höfum við Birgir Jónasson
Hrafnagilsskóla starfað við þessa
skólakeppni frá upphafi, og höf-
um báðir haft bæði gagn og gam-
an af samstarfi okkar \ ið nemend-
ur og kennara þessara skóla. Haf-
ið þökk fyrir samverustundirnar.
Halldór Sigurðsson,
Pelamerku rskóla.
SKINFAXI
23