Skinfaxi - 01.06.1981, Page 27
Eitt af sýningaratriðunum á afmælissýningunni.
um jaínvægisslána en þær hafa
ekki verið til. Unnið verður mark-
visst að því að rétt áhöld verði til
fyrir allar greinar limleika á næsta
ári.
Hvaða íþróttir eru mest stundað-
ar hjá Jélaginu?
Fimleikar eru lang fjölmenn-
astir síðan kemur badminton og
borðtennis. Júdó fer afstað í haust
með nýja salnum en það hefur leg-
ið niðri í rúmt ár vegna aðstöðu-
leysis.
/ vetur voru stúlkur úr Gerþlu
rnikið íJréttum vegna keþþni er háð var
í Luxemborg.
Þetta var í fyrsta skipti sem
við tókum þátt í alþjóðlegu móti
utan norðurlanda. Félögum var
boðið að senda keppendur frá
flestum löndum Evrópu. Frá
Gerplu fóru 4 stúlkur þær Aslaug
Oskarsdóttir, Kristín Gísladóttir,
Björk Olafsdóttir og Vilborg Níl-
sen. Þær stóðu sig frábærlega vel
urðu í 2. og 3. sæti í sínum aldurs-
ílokkum en keppt var í 2 flokkum.
Áslaug Óskarsdóttir í heljarstökki.
Kristín Gísladóttir á jafnvægislá,
en hún og Áslaug urðu jafnar á
innanfélagsmóti fyrir stuttu. Þær
munu að öllum líkindum heyja
harða keppni á Landsmótinu.
Þær unnu keppnina í samanlögð-
um stigum og fékk félagið stóran
og glæsilega bikai- til eignar. Við
fengum einstaklega góðar viðtök-
ur þarna úti og hefur það skilið
eftir sig skemmtileg kynni.
Okkur hefur borist boð um að
koma aftur í þessa keppni nú í ár
en vegna dagsetningarinnar 20.
des. eigum við eríitt um vik og er
óvíst hvað gert verður.
Norðurlandamótið í Jimleikum
var háð Jyrir stuttu, tókuð þið þátt í
því?
Við fórum á Norðurlanda-
mótið í fyrsta skipti sem þátttak-
endur, sem voru frá öllum norður-
löndum. Mótið var haldið í norð-
ur Finnlandi í 36 þús. manna bæ
og var aðstaðan mjög glæsileg,
ckki bara fyrir fimleika heldur all-
ar greinar íþrótta enda er rekin
þarna íþróttamiðstöð allt árið.
Við áttum ekki von á miklum
árangri en gekk tiltölulega vel t.d.
unnum við Dani á jafnvægisslá.
Þar voru að verki þær Aslaug og
Kristín þær sömu og stóðu sig svo
vel í Lux. I stigakeppninni urðum
við í ncðsta sæti enda eru hinar
þjóðirnar mun betri. Danir hafa
viljað fá landsleik \ið okkur í
haust, þeir sætta sig ekki alveg við
það að hafa tapað fyrir okkur á
jafnvægisslá í Finnlandi.
Þá má geta þess að Norður-
landamótið verður haldið hér á
landi næsta vor og er mikill áhugi
fyrir því.
Nú hajið þið einnig verið með
sýningar.
Já, t.d. fórum við fyrir stuttu í
skemmtilega ferð til Vestmanna-
eyja með 88 manns og sýndum
ásamt krökkum þaðan fyrir fullu
húsi. Þá gaf Páll Helgason okkur
lunda sem var skírður Eiyjólfur,
hann er orðinn sögufrægur hjá
okkur og hefur fengið heiðurssess í
félagsheimilinu.
Farið þið á landsmót?
Fimleikadeildin snýr staríi
sínu nú algjörlega að Iandsmót-
inu. Við munum koma fram með
sýningarflokk bæði úti og inni. Þá
fer frain keppni í íimleikum í
fyrsta skipti og verður keppt eftir
sænska íimleikastiganum og í al-
þjóðlegum frjálsum æfingum en
eingöngu í stúlknaflokki. Ovíst er
um þátttöku frá fleiri aðilum en
Gerplu og Akurcyri.
Hugur er í mönnum að gera
norðanferðina að skemmtiferð
fyrir alla yngri og eldri með fcrð
vfir hálendið. S.P.
SKINFAXI
27