Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1981, Page 8

Skinfaxi - 01.12.1981, Page 8
Viðtal við JÓHANNES SIGMUNDSSON Flestir ungmennafélagar sem fylgst hafa með félagsstarfinu undanfama áratugi kannast við Jóhannes Sigmundsson, mann- inn sem var formaður stórveldisins Skarphéðins í áratug, hefur verið atkvæðamikill á þingum UMFÍ, formaður Landmótsnefhd- ar 1978, auk fjölmargra annarra starfa. Það hefur ekki verið hávaðasamt í kringum Jóhannes, enda enginn vígamaður. Hann hefur verið farsæll í sínum störfum, enda átt auðvelt með að umgangast og vinna með fólki. Á þessu ári var Jóhannes sæmdur gullmerki UMFÍ fyrir mikil og góð störf. Þann 18. nóv. s.I. bar fundum okkar saman, er Jóhannes var á leið til útlanda ásamt konu sinni. Svo skemmtilega vildi til að einmitt þennan dag fyllti Jóhannes fimmta áratuginn. Margar spumingar urðu til við þetta tækifæri ásamt svörum. Sú fyrsta varðaði uppruna Jóhannesar. Eg er fæddur 18. nóv. 1931 að Syðra-Langholti, Hrunamanna- hr. Foreldrar: Anna Jóhannes- dóttir ættuð úr Miðfirði, V-Húna- vatnssýslu og Sigmundur Sig- urðsson úr Hraunhreppi, Mýra- sýslu. Nú ert þú alinn upp á miklu ung- mennajélagssvaði. Hvencer gekkst pú í ungmennajélag? Ég gekk í ungmennafélag ferm- ingarárið, þ.e. 1945, Umf. Hruna- manna, sem álla tíð hefur verið öflugt og vel starfandi félag, og var í stjórn þess í nokkur ár. Þú hejur snemma byrjað að vinna fyrir HSK? Ég hef setið fiest þing HSK síð- an 1955. Hef starfað í ýmsum nefndum fyrir Skarphéðin. Var m.a. formaður körfuknattleiks- nefndar og ritstjóri Skarphéðins- Jóhannes varð fimmtugur fyrir stuttu, við þad tækifæri færði Pálmi Gíslason honum bókargjöf frá UMFÍ. Við opnun Skarphéðinshússins, Jó- hannes þáverandi formaður ásamt heiðursformanninum, Sigurði Greips- syni. síðunnar í blaðinu Suðurland. Þegar Sigurður Greipsson lét af formennsku árið 1966 var ég kos- inn formaður og var það til 1976. Hvernig haja þér Jallið þessijélags- störj, maður önnum kajinn í starji og með stóra Jjölskyldu? Mér hafa fallið þau vel og tel mig hafa lært mikið bæði beint og óbeint í sambandi við allt þetta. Maður kynnist mjög mörgum og ég hef eignast vini, sem ég annars hefði ekki kynnst. Auðvitað hafa störfin oft verið erfið og tímafrek, enda unnin samhliða fullu starfi við kennslu og umfangsmikinn búskap. Þetta hefði ekki verið hægt án aðstoðar og skilnings eig- inkonu minnar og fjölskyldu. Konan heitir Hrafnhildur Jóns- dóttir frá Sauðárkróki, ættuð úr V-Húnavatnssýslu og Svarfaðar- dal. Við giftum okkur 1954 og eig- um 7 börn. Elstu synirnir tveir eru nú að miklu leyti teknir við bú- skapnum. Áður bjó ég í félagi við föður minn, en hann lést á s.l. vori. Nú hejur margt breyst í jélagsstörj- unum síðan þú gekkst í ungmennajél- ag? Já, margt hefur auðvitað breyst á þessum árum. Aðstaða okkar í stjórn HSK breyttist mjög til batnaðar með tilkomu Skarphéð- inshússins á Selfossi en það var tekið í notkun árið 1969. Það var mikið átak að eignast það og rekstur þess gekk nokkuð vel fjár- hagslega. Fyrir fáum árum var 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.