Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1981, Page 29

Skinfaxi - 01.12.1981, Page 29
lega á mikilli uppleið, hjá okkur eru nú tveir fl., stúlkur yngri og eldri. S.l. vetur var haldin ráð- stefna um kvennaknattspyrnu þar sem málefni hennar voru rædd og kom þar fram mikill áhugi. I deildinni hafa aldrei verið fleiri lið en nú en þau voru alls 7, mun færri árið áður. Mesta aukn- ingin varð í Bikarkeppni kvenna en þar kepptu 12 lið. Hvað eru margir Jíokkar hjá Jélag- inu og hver erþátttakaykkar í mótum? Við erum eina liðið sem er mcð alla flokka í mótum, þá á ég við karla- og kvennaflokki í Islands- mótinu og alla þá flokka í Bikar- keppninni sem keppt er í. Flokkar félagsins eru nú 7 tals- ins. M.fl. karla, 1., 2., 3., 4., 5., 6.fl. og síðan eru stúlkurnar eins og áður segir skipt í tvennt, yngri og eldri. Þátttakendur eru margir en erf- itt er að gefa upp ákveðna tölu þar sem mikill hluti kemur og fer, æfir ekki reglulega. Sem dæmi um fjöldann þá voru á skrá í 6. ílokki í sutnar á milli 40 og 50 krakkar. EJvið vendum okkar kvæði í kross og förum að tala um kvennaknaltsþymu. Hvað gelurðu sagl okkur um ykkar harðsnúna kvennalið? I fyrra fóru þær í keppnisferða- lag, sú fyrsta sem íslenskt kvenna- lið fer, til Danmerkur og Svíþjóð- ar og kornu heim taplausar. Þær léktt m.a. við danska liðið Fem- ina sem var fyrir nokkrum árum eitt sterkasta lið í heimi. Það kom mjög á óvart hvc góðar þær voru. Það var m.a. vegna þrýstings frá þessari ferð að landsliði í kvenna- knattspyrnu var komið á í sumar. Ólafur Björnsson í hörkubaráttu inni í vítateig. Barist af hörku um boltann, frá leik við í A. Icikmanna að vilja komast út og spila knattspyrnu með bestu lið- um heims. Hvað viltu segja um þau ummæli erlends þjálfara, sem kom með lið hmg- að til lands í sumar, að engin áhuga- mannalið séu til. Petta séu dulbúin atvinnumannalið? Það er ekki skrýtið að menn úti í heimi haldi þctta. Það eru mjög góðir leikmenn hér og ótrúlegt að þeir nái svo góðum árangri sem raunar ber vitni því hér koma engar greiðslur til leikmanna á neinn hátt. Stúlkurnar unnu þá bikara sem keppt var um í sumar, þær unnu Islandsmótið og Bikarkeppnina sem var nú í fyrsta skipti en UBK gaf farandbikar til hennar og kom henni af stað. Þá sigruðu þær Bautakeppnina sem fram fór á Akureyri. Kvennaknattspyrna er greini- SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.