Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.12.1981, Blaðsíða 31
Mark? AranguryngriJlokkanna? Arangur yngri flokkanna ber hæst ’74. Við erum óánægðirmeð árangurinn sl. 2 ár, vegna þess að við höfum á árunum þar á undan átt marga Islandsmeistara og vel- gengni að fagna. Það er eins og þetta hafi dottið niður sl. tvö ár. Það er að vísu komið annað félag í bæinn, mannskapurinn dreifist á þessi tvö lið en engu að síður tel ég það ekki orsökina. Það er nóg til af knattspyrnumönnum í Kópavogi fyrir tvö félög. Við þurfum að gera átak í yngri fokkunum, rífa upp starfið. I Breiðablik gerum við okkur nefni- lega ekki ánægða með að eiga sæmilega góða yngri flokka eftir að hafa átt marga Islandsmeist- ara. Hvernig er aðstaða Jyrir knalt- spyrnumenn í Kóþavoginum? Aðtaðan er að okkar mati ein sú besta á landinu. Að vísu ríkir ó- fremdarástand með æíingarað- stöðu fyrir yngri llokkana. Það vantar malarvöll niður í Kópa- vogsdal, en yngri flokkarnir æfa núna svo til eingöngu á Vallar- gerðisvelli. Þar er nú orðið von- laust að koma fyrir öllum llokkum vegna Ijölda æfinga. Pið hafið kvenfélag í lengslum við deildina er það ekki óvenjulegt? fón Einarsson á fleygiferd með boltann. Nei, ekki svo, nokkur önnur lél- ög eru einnig með kvenfélög en sennilega eru þau kvenfélög alls félagsins. I kcnfélaginu eru áhugakonur um knattspyrnu og er starfið hjá þeim fyrst og fremst tvíþætt. Ann- ars vegar styrkur við deildina t.d. við vinnu í sjoppu á Kópavogs- velli og hins vegar eru þær með námskeiðshald yfir vetrarmánuð- ina fyrir félagskonur. Að lokum, hve margir verða Islands- meistaratitlamir á ntesta ári? Erfið spurning en við stefnum að því að standa okkur sem best í öllum ílokkum. Oneitanlega yrði það gaman að eignast eitthvað af Islandsmeistaratitlum og er eng- inn vafi á því að við eignumst ein- hverja slíka. Númer eitt er að vera mcð og leika drengilega og skemmtilega knattspyrnu eins og sæmir góðu ungmennafélagi. Skinfaxi tekur heilshugar undir lokaorð JónsInga, þakkarhonum fyrir spjallið og óskar Breiðabliks- mönnum góðs gengis í framtíð- inni. § p SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.