Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1986, Síða 3

Skinfaxi - 01.06.1986, Síða 3
Góðir ungmennafélagar! Það fer víst ekki hjá því að þessi leiðari beri einhvem keim af því að hjá mér eru viss tímamót framundan. Síðustu dagar í starfi sem mér hefur verið kært í rúm 16 ár, beina huganum oft aftur í tímann til fyrstu daganna sem ég var hér. Það hefur margt breyst og yfir flestu getum við glaðst sem höfum tekið þátt í og verið hluti af þessum breytingum. Það hefur mikið áunnist hvað varðar þátttöku í starfi, fjölbreyt-ni í viðfangsefnum, skipulag, eignir og efnahag. Þessi skrif áttu þó ekki að beinast að liðnum tíma, heldur að þeim sem framundan er. Við getum notað reynslu og lær-dóm liðinna ára við að móta framtíðina, en við getum ekki lifað í eða á fortíðinni. í mínum huga er engin kyrrstaða til, okkur fer annað hvort fram eða aftur, þótt við greinum ekki alltaf skilin og höldum að þau séu einhvers konar hlutlaust tímabil, það er blekking. UMFÍ er etv. á slíkum tímamótum núna, þótt mat manna verði eflaust misjafnt á því, hvorum megin við þessi skil við erum og etv. er þetta líka misjafnt eftir því hvaða starfsþætti við hugleiðum. Við höfum byggt upp traustan fjárhag, höfum samhent einvalalið á skrifstofunni og góðan tækjakost. Innan skamms verður flutt í rúmbetra húsnæði, sem enn eykur möguleika UMFÍ á því að bæta þjónustu sína við ungmennafélaga um land allt, og starfið í heild. Hreyfingin er því vel í stakk búin til að hefja þá sókn sem nú er fyllilega tímabær. Nú er tími til stórra átaka og þá er gott að hafa óþreytta liðsmenn. Við þurfum að hefja að nýju útbreiðsluferðir um félagssvæði einstöku héraðssambanda í samvinnu við félagsforystuna á hverjum stað. Miðla hugmyndum og reynslu milli sambandanna og treysta tengslin milli skrifstofu samtakanna og þeirra sem hún er að vinna fyrir. Félagsmálaskólann þarf að efla með nýjum viðfangsefnum til viðbótar þeim sem fyrir eru, t.d. með markvissari þjálfun leiðtoga og leiðtogaefna svo og starfsmanna hinna ýmsu sambandsaðila. Þing UMFI þurfa að verða ábyrgari og ná fyrri reisn og afli, það er þörf á nýrri vakningaröldu. Ungmennafélagshreyfingin er ekki annað hvort gömul eða ung, hún er hvoru tveggja. Nógu gömul til að eiga rætur í bjartsýni og seiglu aldamótakynslóðarinnar og nógu ung til að aðlagast nýjum tíma, kröfum og vinnubrögðum án þess að missa sjónar á upphaflegu markmiði sínu. Þess vegna er alltaf tími til stórra átaka og alltaf tímabært að hefja nýja sókn. Ég vil enda þetta spjall með því að þakka vinum og samherjum um land allt fyrir samstarf og stuðning, svo og stjórnarmönnum UMFÍ síðustu 16 árin og frábærum félögum í þjónustumiðstöð UMFÍ fyrr og síðar. íslandi allt Sigurður Geirdal í blaðinu er meðal annars: "Blessaður Siggi farðu íúlpu" Ungmennabúðir við Pálma Jónsson alþingismann Æfingabúðir íFuglsö Útgcfandi: Ungmcnnafélag Isiands • Ritstjóri: Guðmundur Gíslason • Ábyrgðarmaðun Pálmi Gíslason • Stjóm UMFl: Pálmi Gíslason form. Þóroddur Jóhannsson varaform. ÞórirJónsson gjaldkcri, Bergur Torfason ritari, meðstjómcndur: Dóra Gunnarsdóttir, Diðrik Haraldsson, Guðmundur H. Sigurðsson • Afgrciðsla Skinfaxa: Mjölnisholt 14 sími: 91-14317 Sctning og umbrot: Skrifstofa UMFl • Filmu og plölugcrð: Prcnlþjónustan hf. • Prcntun: Prentsmiðjan Rún sf. Allar grcinar cr birtast undir nafni eru á ábirgð höfunda sjálfra og túlka ckki stefnu né skoðanirblaðsins cða stjómar UMFÍ Mynd úr leik Einherja frá Vopnafirði og liðs frá Færeyjum á Sumar- hátið UÍA 1986. Mynd: G.G. Rætt

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.