Skinfaxi - 01.06.1986, Qupperneq 5
tíma form. í Umf. Húnar og í stjórn
USAH, en lagði ekki kapp á að vera
það lengi. Það er mikið og óeigingjarnt
sjálfboðastarf sem unnið er í ungmenna-
félögunum, og verður að vera það áfram
ef þau eiga að halda gildi sínu.
“Ekki minni þýðingu
í dag en áður”
Finnst þér ungmennufélögin hafa sömu
þýðingu í dag og áður?
- Þjóðfélagið hefur auðvitað breyst, en
hlutverkið kannski ekki nákvæmlega
hið sama og áður. En það hlutverk
heldur þó fullu gildi sínu að halda uppi
félags- og íþróttastarfi er laðar að ungt
fólk til hollra verka. Þetta hefur ekki
minni þýðingu í dag en áður, það er því
afar mikilvægt að það æskulýðs- og
íþróttastarf sem rekið er á vegum ung-
mennafélaganna haldi áfram af miklum
þrótti. Það unga fólk sem tekur þátt í
þessu góða starfi, hverfur þá ekki að
einhverju óhollara á meðan.
Er nægilega vel búið að þessari
starfsemi af liálfu ríkisvaldsins að þínu
mati?
- Um það má náttúrlega alltaf deila,
hvort ríkið býr nægilega vel að hinni
frjálsu félagsstarfsemi í landinu.
Ríkisvaldið leggur nokkurt fé til þess-
arar starfsemi, en megin starfið byggist
auðvitað á félögunum sjálfum. Þeim
peningum er vel varið sem renna til
þessarttr starfsemi, því ef hún væri rekin
af ríkinu, væri um stórar fjárupphæðir
að ræða. Auðvitað mætti segja að það
væri vel varið meiri peningum í þessu
skini en gert er í dag, en þó hafa íþrótta-
og æskulýðsmál fengið verulega
aukningu hin síðustu ár. Svo má ekki
gleyma öllu því fé er ríkið leggur til
byggingar íþrótta-mannvirkja í landinu.
Finnst þér vera rétt blutfall á milli
UMFÍog ISl við úthlutun fjárlaga?
- Lengst af hefur það verið þannig, að
það hefur fylgst að nokkuð hlutfallslega
fjárframlag til UMFÍ og ÍSÍ, og þess
hefur verið nokkuð vel gætt í fjár-
veitinganefnd. Nú en hins vegar gerðist
það, að ég held í fyrra, að það kom
afbrigðileg hækkun til ÍSÍ og því var
ekki að fullu fylgt eftir hlutfallslega til
UMFÍ, þó UMFÍ fengi dágóða hækkun.
“Þurfum afreksmenn”
Leggjum við of mikla áherslu á
afreksíþróttir?
- Nei, það finnst mér ekki. Auðvitað er
megintilgangurinn sá að fá sern flesta
til þátttöku í íþróttaiðkun. En miðlungs-
menn kveikja ekki eldmóð. Til þess
þarf afreksmenn. Hvenær sem afreks-
menn koma fram, hafa þeir gífurleg
áhrif. Þeir draga að sér athygli fjöldans,
verða fyrirmynd ungmenna og fá fjölda
æskufólks til að trúa því að það geti
líka náð langt í íþrótt sinni, leggi það
næga alúð við æfingar. Félagsstarf og
barátta forystumanna fyrir almennings-
íþróttum eiga sér betri bandamenn í
afreksmönnum en marga grunar.
Viltu segja eitthvað að lokum?
Já ég óska ungmennafélagshreyf-
ingunni alls hins besta. Eg hef séð það
mér til ánægju að starfsemin lætur
engan bilbug á sér finna, og er vaxandi.
Það starf sem hún vinnur hefur gífur-
lega mikið gildi fyrir æskufólk, og
þjóðina í heild. Því má ekki slaka á,
heldur halda starfinu áfram af dugnaði
og áhuga hér eftir sem hingað til.
Ég þakka þér kærlega fyrir
spjallið og óska þérogþínum alls
hins besta í framtíðinni.
Guðmundur Gíslason
Skinfaxi 3. tbl. 1986
5