Skinfaxi - 01.06.1986, Side 6
Frá flækingi til frægðar
Grein um rokksöngvarann og
knattspyrnuáhugamanninn
Rod Stewart
Texti: Krístján Krístjánsson
Rod Stewart ættu flestirað þekkja. Þessi rámi söngvari
hefur gert lög eins og "Maggie may, Sailing, Do
ya think I'am sexy” o.fl. lög mjög vinsæl. Ekki
hefurheyrst mikið frá Stewart undanfarið en hann rýfur
þögnina þessa dagana með nýrri plötu sem ætti að
koma á markaðinn mjög fljótlega, efhún er ekki þcjjar
komin. En leiðin til frægðar var ekki auðveld fyrir Rod
Stewart eins og svo marga aðra listamenn. Her verður
rakin æska Stewart og leið hans til frægðar.
í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, þann 10. janúar 1945 fæddist í
London lítill rauðhærður hnokki sem var skírður Roderic David
Stewart. Faðir hans Robert, var skoskur en móðir hans ensk.
íþróttir
Rod Stewart hafði ekki mjög mikinn
áhuga á tónlist sem krakki. Það var
fótboltinn sem átti hug hans allan. Rod
var mjög áhrifagjarn frá föður sínum en
faðir hans var þjálfari í fótbolta. Á
þessum tíma höfðu faðir Rod og bróðir
hans Ron stofnað fótboltalið sem hét
"Highgate Redwings", og í raun
þjálfaði faðir hans þrjú fótboltalið. Á
þessum tíma var ekkert annað í huga
Rod Stewart en að gerast atvinnumaður
í fótbolta og voru flestir sammála að
hann hefði hæfileika til þess.
Skrítinn krakki
Rod Stewart gekk mjög vel í skóla, en
var ætíð talinn hálf-skrítinn af öðrum
krökkum, aðallega út af því að hann
hlustaði ekki á rokk og roll eins og
aðrir gerðu á þessum tíma. Uppáhaldið
hans var A1 Jolson, söngvari sem á
þessum tíma hafði dáið fyrir 25 árum.
Aftur á móti er haldið að það hafi verið
vegna áhrifa frá föður hans, en faðir
hans hlustaði nær eingöngu á A1
Jolson. A1 Jolson varð mjög frægur á
sínum tíma vegna samskipta sinna við
nafna sinn Capone. Kvöld eitt eftir að
Jolson hafði verið að skemmta í klúbbi
einum í Chicago var bankað á hurðina í
búningsherbergi hans og stóð lítili og
sköllóttur náungi við dyrnar og sagði
"Gott kvöld, ég heiti Af. Jolson varð
að gera svo vel að spila í tvo og hálfan
tíma fyrir A1 Capone.
Þetta var í fyrsta skiptið sem Rod fékk
einhvern áhuga á tónlist og það varð til
að hann keypti sér sinn fyrsta gítar.
Hann spilaði á skólaböllum og spilaði
m.a. með bræðrunum Ray og Dave
Davis sem síðar urðu frægir með
hljómsveit sinni "The Kinks" sem
gerði síðar meir lög eins og " You really
got me og Lola" ódauðleg. Með
vaxandi tónlistaráhuga fór áhugi Rod á
fótbolta minnkandi, föður hans til
mikillar armæðu. Að endanum ákvað
Rod að hætta fótboltanum alveg. Er
talið að Rod hafi verið undir áhrifum frá
frænda sínum í þetta sinn. Hann sagði
einhvern tímann við Rod að það væri
auðveldara að lifa á tónlist en fótbolta.
Rod vildi líka fara að ferðast og skoða
heiminn. En þótt að Rod Stewart hætti
að spila fótbolta fyrir alvöru mjög
snemma, þá hefur hann enn þann dag í
dag geysilegann áhuga á fótbolta.
Reyndar það mikinn áhuga að það
nálgast fanatík. Hann eltir skoska
landsliðið á röndum í einkaþotu sinni
og frægt vár þegar hann elti landsliðið
hingað til íslands í fyrra (1985).
Flækingur
Þegar Rod var 16 ára ákvað hann að
hætta í skóla og fara og skoða heiminn.
Hann fór á flakk um Evrópu með banjó
eins farangurs. Hann fór ásamt nokk-
rum félögum sínum og voru þeir
algjörlega peningalausir. Þeir fóru á
puttanum um alla Evrópu, sváfu á
járnbrautarstöðvum og í anddyrum
fótboltavalla. Og lifðu þeir á betli og
leið vel að eigin sögn. I dag segir Rod
Skinfaxi 3. tbl. 1986
6