Skinfaxi - 01.06.1986, Qupperneq 11
út til Spánar. En það má þó geta þess
að áður en ég fór frá Þýskalandi fékk ég
tilboð frá Göppingen, en það varð
ekkert úr því þar sem Leverkusen stóð
fast á því að fá greiðslu fyrir mig.
Eftir að þú ert búinn að vera hér heima
íþrjú ár ferðu til Spánar, hvemig kom
það tii ?
Það var á Olympíuleikunum í Los
Angeles 1984 sem þeir hjá Tres De
Mayo fylgdust með mér og höfðu svo
samband við mig þarna úti. En það var
Klaus Helgren markvörðurinn sænski
sem benti þeim á mig, en hann lék þá
með þeim.
Hvemig leist þér á í fyrstu að fara til
Kanaríeyja til að spila handbolta?
- Eg var nú nokkuð tvístígandi í þessu
fyrst, það hafði nú alltaf verið
draumurinn að fara eitthvað en á þetta
leist mér ekki fyrst þar sem ég þekkti
ekkert til þarna. Mér kom fyrst í hug
þegar minnst var á Kanaríeyjar, túristar
og baðstrendur en ekki handbolti. Þeir
komu hingað heim og sömdu við mig,
þannig að ég kynnti mér ekki aðstæður
áður en ég samdi við þá. Síðan fer ég út
um miðjan september og kem beint
inní deildarkeppnina.
Var þetta mikið öðru vísi en þú bjóst
við?
- Já þetta var nú allt öðru vísi en ég
hafði gert mér í hugarlund. Ég hélt að
það væri ekki spilaður handbolti í þeim
gæðaflokki sem hann er. En það er
mjög vel búið að handboltanum á
Spáni, það eru alltaf einhver fyrirtæki
sem standa að baki íþróttafélögunum og
styrkja þau fjárhagslega. Þá er mjög
mikil umfjöllun um íþróttir í öllum
fjölmiðlum á Spáni bæði sjónvarpi og
blöðum, það er mjög algengt að
sjónvarpað sé um allan Spán hinum
ýmsu leikjum. Og þá ekki eingöngu
hjá toppliðunum heldur líka þeim yngri
þ.e. yngri flokkunum í ymsum íþrótta-
greinum. En það er mjög vel hugsað
um unglingastarfið á Spáni og hugsað
langt fram í tímann þ.e. þeir eru með
langtíma markmið í huga eins og
Ólympíuleikana 1992 sem þeir vona að
verði í Barcelóna.
Hvernig voru móttökurnar er þú komst
fyrst út?
- Þær voru mjög góðar en erfiðar því
um leið og við lentum á Kanaríeyjum
vorum við drifin á mikla hátíð þar sem
verið var að kynna leikmenn liðsins
næsta tímabil. Og varð ég að fara upp á
svið þar sem ég var kynntur fyrir
nokkur hundruð manns sem voru í
salnum auk þess var sjónvarpið þama
líka. Það er óhætt að segja það að mér
hafi nú ekki liðið neitt sérlega vel þama
fyrir framan allt þetta fólk, nýkominn
frá íslandi og hafði ekki kynnst neinum
né aðstæðum. Þetta eru örugglega eftir-
minnilegustu móttökur sem ég hef
fengið ennþá. Strákamir í liðinu eru
ennþá að hlæja að því hvað ég var
feiminn og bjánalegur á sviðinu.
En hvernig hefur ykkur svo líkað
þarna?
- Okkur hefur líkað mjög vel, þetta er
mjög gott félag og ekker venjulegt
myndi ég segja eða eins og stór
fjölskylda, og staðið við allt sem samið
var um og er alveg sama hvort vel
gangi eða illa. Þó voru nú fyrstu
mánuðirnir erfiðir og var það þá
aðallega tungumálaerfiðleikarnir sem
gerðu það. En við töluðum ekki
spænsku og þeir svo til ekkert í ensku,
þannig að þetta varð allt saman erfitt í
byrjun. En í dag er þetta mjög gott, við
erum komin inn í málið og svo kom
Einar Þorvarðar og fjölskylda út í fyrra,
þannig að okkur fannst við ekki vera
|| "I'am afraid..."
eins einangruð og áður. Af því að ég
sagði að þeir töluðu mjög takmarkaða
ensku, dettur mér í hug smá atvik sem
kom fyrir rétt eftir að við komum út.
Þegar við fórum til Portúgals til að
taka þátt í Evrópukeppninni, hafði ég
sáralítið kynnst stjórnarmeðlimum
persónulega og þekkti t.d. forseta
félagsins ekki neitt. Vindur þá einn
þeirra sér að mér og segir "I’ am afraid
that the president is coming with us".
Mér brá við og hélt að "The president"
væri eitthvað fúlmenni, sem reyndist
öðru nær. En þessi tiltekni stjórnar-
maður notar orðið "Afraid" sem; Ég
held. Ef hann er t.d. spurður hvenær
brottför sé, svarar hann kannski "At
eight o’ clock I’ am afraid".
Hafa ekki önnurfélög reynt að fá þig til
sín?
- Jú! Það voru 3 spönsk félög og eitt
þýskt sem vildu fá mig til sín, en ég
vildi það ekki og samdi aftur við Tres
De Mayo til tveggja ára. En ég get hætt
eftir eitt ár ef mér sýnist svo.
Nú hefur þú verið mjög flughræddur,
hefurþað eitthvað breyst?
- Já það hefur svo til farið alveg af mér
þessi flughræðsla sem ég var haldinn
mjög lengi. En við þurfum að fljúga
nijög langt og oft í útileiki á kepp-
nistímabilinu, þannig að maður fer að
venjast þessu. Ég var hér áður mjög
flughræddur og oft strítt á þessu. Það
Þrír Víkingar á bekknum, f.v. Sigurður Gunnarsson,Viggó Sigurðsson og
Guðjón Guðmundsson liðsstjóri
Skinfcixi 3. tbl. 1986
11