Skinfaxi - 01.06.1986, Síða 23
Rætt við Þórgunni Torfadóttur
framkvæmdastjóra USÚ
Texti og myndir: Guðmundur Gíslason
Nú eins og í fyrra sumar hefur
Þórgunnur Torfadóttir verið
ráðinn framkvæmdastjóri Ung-
mennasambandsins Ulfljóts, og
tekur hún til starfa núna í byrjun
júní. Ég spjallaði stuttlega við
hana um starfið í sumar og
hvernig gengi hjá USÚ.
Hvað er helst framundan hjá ykkur í
sumar?
- Það eru ungmennabúðirnar sem byrja
núna næsta þriðjudag.
Hvar eru þið með þær?
- Við höfum alltaf verið með þær að
Hrollaugsstöðum, og verðum þar líka í
sumar.
Eruð þið tneð mörg námskeið?
- Nei! Þetta er einungis ein vika eins
og venjulega.
Eru félögin innan USÚ sæmilega
lifandi?
- Nei! Þau eru flest frekar dauf, nema
þá helst Sindri á Höfn. Þar hefur alltaf
verið svo til einungis knatLspyrna, en
nú í sumar verða frjálsíþróttaæfingar
fyrir krakka og unglinga. En þær hafa
ekki verið mjög lengi á Höfn.
Hvernig er það, taka félögin virkan þátt
i mótahaldi og fjáröflunum á vegum
USÚ?
- Nei ekki nógu mikið, og ég held að
fólk sé oft tilbúið til að taka þátt í
þessu, en það vanti að stjórnir félag-
anna séu nógu virkar. Þannig að það
fólk sem vill taka þátt í þessu er ekki
látið vita um hvað er að gerast innan
félaganna og sambandsins. í sumum
félögunum hefur ekki verið haldinn
aðalfundur lengi, og er það slæmt að
þeir sem eru í stjórn félaganna og eru
hættir að nenna því, haldi ekki aðalfund
og lofi öðrum að taka við. Með þessu
móti sofna sum félög, sem þurfa ekkert
að sofna vegna þess að það er til fólk
sem vill kannski taka þátt í starfi
þeirra, en getur það ekki vegna þess að
aðalfundur er ekki haldinn.
Hvernig gengur að fá styrki frá
sveitafélögunum ?
Það hefur gengið mjög vel að
innheimta frá hreppsfélögunum, en mér
finnst styrkurinn frekar lítill frá sýsl-
unni. Hann var í fyrra 9000 kr. en
verður nú í ár 20.ooo kr. og finnst mér
það frekar lítið. Svo hefur Menninga-
sjóðurinn verið nokkuð góður.
Hafíð þið verið með einhvetja sérstaka
fjáröfjunarleið?
- Já! Við vorum með fisksölu í fyrra
sumar, og fórum um sveitirnar og
seldum. Þetta gekk nijög vel, og
fengum við oft gefins fisk hjá utgerðar-
fyrirtækjunum. En nú verðum við að
hætta þessu því það er kominn
sérstakur fiskbfll sem fer um sveitimar
og selur. Einnig vorum við með
markað fyrir utan kaupfélagið í fyrra og
seldum ýmislegt dót t.d. föt og annað,
og gekk þetta mjög vel.
Verðið þið með einhver mót í sumar?
- Já við höldum hérðsmót, og svo
barna- og unglingamót í frjálsum íþrótt-
um. En ég býst ekki við að förum neitt
út af svæðinu á mót.
Þið eruð farin að undirbúa þáttöku á
landsmótinu 1987?
- Já við erum farin að huga að því, og
býst ég fastlega við að við verðum
fleiri næst en síðast, en þá vorum við
aðeins fjögur frá USÚ.
Ég þakka þér kærlega fyrir
spjallið, og vona að þetta gangi
Skinfaxi 3. tbl. 1986
23