Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1986, Síða 33

Skinfaxi - 01.06.1986, Síða 33
"Pá helst aðstöðu- og tækjaleysi" Spjallað við Hreiðar Gíslason framkvæmdastjóra UDN Texti og myndir: Guðmundur Gislason Fyrir skömmu var Hreiðar Gíslason ráðinn sem framkvæm- dastjóri og þjálfari hjá UDN í sumar. Heiðar er Siglfirðingur að uppruna, en hefur búið í Hafnar- firði undanfarin ár. Hann lauk stúdentsprófi nú í vor og hyggst reyna að komast inn í íþrótta- kennaraskóla íslands næsta vetur. Til að fræðast nánar um starfs- svið hans hjá UDN, ræddi ég stuttlega við hann fyrir skömmu. Hvemig stóð á því að þú réðst þig til UDN? Mér bauðst þetta starf í gegnum frjálsfþróttadeild FH, en ég hef starfað þar mikið við þjálfun, bæði í frjálsum og knattspyrnu. Var það eitthvað sérstakt sem heillaði þig við þetta starf.? - Það er þá helst þjálfunin, en hún er mjög stór þáttur í mínu starfi. Ég ferðast á milli félaganna sem eru fjögur og held æfingar, en ég held til í Búðardal og bý þar á elliheimilinu. Hvaða íþróttir muntu aðallega þjálfa ? - Það eru frjálsar mest, en svo einnig knattspyrna, því á sumum stöðunum vilja menn skipta æfingunni í tvennt og hafa fyrst frjálsar og svo knatt- spyrnu. Takið þið þá þátt í deildarkeppninni í knattspyrnu? Nei við tökum bara þátt í héraðsmótum. Hvað kom þér einna mest á óvart er þú komst til starfa? - Ég veit það nú ekki, það er þá helst aðstöðu- og tækjaleysi. Muntu einnig sjá um fjármál sambands- ins? - Nei! Ég verð mest í þjálfuninni og svo að sjá um mótahald, en gjaldkeri og formaður UDN sjá um fjármálin. Og ég fæ mjög góðan stuðning frá stjóminni og þá sérstaklega formanninum honum Sveini. Fyrri framkvæmdastjórar hafa ekkert verið í þjálfun né séð um mótahald, nú breyta þeir því þannig að ég kem ekkert nálægt útgáfustarfinu. Þér lístþá bara vel á starfið? - Já! Ég held að það sé ekki hægt að segja annað, þetta er spennandi verkefni að fást við og ég er bjartsýnn á sumarið. Ég vona að þetta gangi vel hjá þér, og þakka fyrir spjallið. Samvinnutryggingar styrkja UMSE I vor er aðalfundur Sanivinnutrygginga var haldinn á Akureyri færðu forráðamenn Samvinnutrygginga UMSE veglega gjöf sem voru 250.ooo kr. Er ekki að efa það að þessi myndarlega gjöf mun koma UMSE vel, þar sem helsta vandamáí félagasamtaka er fjárskortur. Um leið er þessi gjöf viðurkenmng á starfi UMSE og óskar Skinfaxi sambandinu til hamingju með þetta um leið hann lýsiryfir ánægju sinni með þetta framtak Samvinnutrygginga. Guðrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri UMSE á skrifstofu sambandsins Skinfcixi 3. tbl. 1986 33

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.