Skinfaxi - 01.06.1986, Síða 35
Jæju Jón ég þakka þér fyrír
spjallið, og gangi þér vel. Þú
lætur mig bara vita ef þig vantar
aðstoðarmann.
Guðmundur Gíslason
um páskana. Þannig að ég var í nokkuð
góðri taflæfingu þegar kom að þessum
mótum, þó ég ætti nú ekki von á
þessum árangri núna. Það hefur
nefnilega viljað loða við mig, að festast
í alls konar vitleysum, en gerðist ekki
núna vegna þess hve ég hef teflt mikið
að undanförnu. Ég tapaði t.d. fyrstu
skákinni í Helsinki en vann þá fyrstu í
Búlgaríu, og það er nú ekki mjög oft að
ég vinn fyrstu skákina á mótum.
Annars var mótið í Helsinki miklu
erfiðara, þar sem ég átti margar
biðskákir í lokin, og spennan orðin
gífurleg. Og eins og er, þá er eftir-
minnilegasta skákin mín, skákin við
Curt Hansen í síðustu umferð mótsins í
Helsinki. Hún var mjög erfið og
spennandi.
Eru ekki margir sérvitringar í skákinni?
Jú þeir eru ansi margir. Það má
eiginlega skipta skákmönnum í tvo
flokka, þá sem eru hreinir skákidíótar
og svo hinir sem eru ósköp venjulegir
menn eins og fólk er flest. Sumir eru
mjög taugaveiklaðir, og má ekkert
heyrast er þeir tefla eins og t.d. Walther
Browne. En um leið og hann er staðinn
upp frá taflborðinu þá breytist hann og
verður manna hressastur. Annars er
Fischer sá sérkennilegasti í seinni tíð.
Er mikið um það að menn semji um
jafntefli áður en skák hefst?
- Já það gerist stundum. Þeir voru t.d.
mjög friðsamir í Búlgaríu um daginn.
Annars er til saga um það hvernig menn
geta farið flatt á þessu. Það var í
landskeppni á milli Búigaríu og
Rúmeníu fyrir nokkrum árum að tefla
átti tvær umferðir, og voru þeir Tringor
fyrir Búlgaríu og Gheorghiu fyrir
Rúmeníu á fyrsta borði, hann er meðal
annars frægur fyrir það að hafa hringt í
Larsen um miðja nótt fyrir skák þeirra á
síðasta Reykjavíkurskákmóti, og boðið
honum jafntefli. Jæja áður en þeir
Tringor og Gheorghiu hófu að-tefla,
ákváðu þeir að gera tvö stutt jafntefli.
Svo þegar þeir eru byrjaðir að tefla fyrri
skákina fær Gheorghiu mun betri stöðu.
Og líst Tringor ekkert á stöðuna og
býður jafntefli, en þá segir Gheorghiu
við hann “Nú er ég kominn með svo
góða stöðu, að ef ég sem um jafntefli
skammar liðstjórinn mig. Og er því
ekki betra að ég vinni þessa skák og þú
vinnir skákina á morgun í staðinrí’.
Tringor gat ekkert gert í þessu, svo þeir
tefla áfram og Gheorghiu vinnur, og
hann vann einnig skákina daginn eftir.
Gheorghiu er þekktur fyrir alls konar
svona brögð og svindl, og er því mjög
illa þokkaður hjá skákmönnum. En sem
betur fer eru þeir frekar fáir er hegða sér
svona. Reshevsky er t.d. einn af
þessum, þó hann virki nú ekki þannig á
menn.
Hann var einu sinni að tefla við Hauk
Angantýsson á skákmóti erlendis, og
var búinn að leika og styðja á
klukkuna, en var óánægður með leikinn
og studdi á klukkuna aftur og tók
leikinn upp. Haukur skipti sér ekkert að
þessu, tefldi áfram og vann skákina.
Eru há verðlaun áþessum mótum?
- Það er nú mjög mismunandi eftir því
hvar er teflt t.d. voru verðlaunin á
mótinu í Bandaríkjunum í vor 20.ooo$.
Og er það hæsta held ég hingað til.
Annars eru mjög lág verðlaun í ríkjum
austan jámtjalds, og þar verður maður
að eyða þeim áður en farið er úr landi.
Fischer bætti mjög hag og aðbúnað
skákmanna með kröfum sínum er hann
tefldi á mótum, og má segja að hann
hafi rifið þetta upp, öllum skák-
mönnum til góða.
Hvað er nú framundan hjá þér?
- Það er að tefla og aftur tefla. Annars
er ég að fara til London á vegum DV til
að fylgjast með einvigi þeirra Karpovs
og Kasparovs. En fyrri hlutinn verður
tefldur þar, en sá síðari í Leningrad.
Ætli ég verði ekki um mánuð í þessu,
og svo koma mót með haustinu er ég
ætla að taka þátt í.
Jón L. (lengst til vinstri) fylgist spenntur með skák þeirra Ingvars
Asmundssonar og Mc Cambridge er Ingvar vann
Skinfaxi 3. tbl. 1986
35