Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1986, Page 37

Skinfaxi - 01.06.1986, Page 37
Einnig sungu þeir söngva sem honum voru kærir og hann hafði æft með þeim. Nemendur ÍKÍ og íþróttakennarar sýndu ennfremur, þar á meðal æfingar sem stúlknaflokkur ÍKÍ sýndi 1949 á Linghátíð í Stokkhólmi. Ræður og ávörp voru flutt til minningar um Bjöm. Sögusýning var sett upp í hliðar- herbergjum, þar sem þættir úr ævi Björns komu fram á myndum og munum. Minning þessi tókst vel og var þeim sem framtakið öxluðu til sóma. Verðug var þessi aldarminning fómfúsum hug- sjónamanni. Þorsteinn Einarsson Heimsókn á skrifstofu UMSB Nú nýlega opnaði UMSB skrif- stofu fyrir sambandið að Dílarhæð 1 í Borgamesi. Þegar ritstjóri Skinfaxa leit þar við um daginn var nýráðinn framkvæm- dastjóri sambandsins Ingimundur Ingimundarson í óð og önn að koma henni í stand. Ingimundur sagði að þetta myndi breyta miklu í allri starfsemi sambandsins, þar sem UMSB hefði ekki lengi haft fasta skrifstofu. Skrifstofan er á góðum stað í Borgamesi og í alfaraleið fyrir alla sem leið eiga Ingimundur önnum kafin á skrifstofu UMSB Upplagseftirlit Verslunarráðs íslands Skinfaxi er aðili að upplagseftirliti Verslunarráðs íslands sem felst í þ»ví að kanna upplög dagblaða og tímarita. Nú nýverið birti Verslunarráðið tölur yfir seinni hluta síðasta árs. Þar kemur fram að dreifing Skinfaxa á þessu tímabili var sem hér segir: 4. tbl. 2393 eintök 5. tbl. 2362 — 6. tbl. 2400 — Þessi könnun sem birtist núna tók einkum mið af greiddum eintökum en ekki prentuðum. Þá kemur í ljós að það eru aðeins 1392 sem greitthafa áskriftargjaldið fyrir 1985, og hlýtur það að vera ungmennafélagsrorystunni og blaðinu mikið áhyggjuefni að ekki innheimtast betur askriftar- gjöldin. Því er full ástæða til að hvetja menn til að greiða askriftargjaldið sem allra fyrst, en gíróseðill fylgir blaðinu núna fynr árið 1986. Leiðrétting í síðasta blaði urðu þau mistök að mynd sem átta að vera af Má Hermannssyni úr UMFK var mynd af Hannesi Hrafnkelssyni með kolvit- lausum myndatexta. Um leið og við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum birtum við mynd af Má Hermannssyni úr UMFK hér fyrir neðan. Skinfcixi 3. tbl. 1986 37

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.