Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1986, Page 26

Skinfaxi - 01.08.1986, Page 26
Ungmennavika í Noregi Texti: Freygarður Þorsteinsson Norræn ungmennavika er haldin ár hvert og til skiptis á Norðurlöndunum. í þetta sinn var hún haldin í Noregi dagana 6.-12. júlí. Skilyrði til þátttöku er að vera á aldrinum 16 til 25 ára og hafa áhuga á norrænu samstarfi. Markmiðið með vikunni er að ung- menni á Norðurlöndum og frá Suður- Slesvík hittist og séu saman í eina viku við leik og störf. Þannig er ædunin að styrkja tengsl milli ungmenna inn- byrðis og einnig þeirra félaga og sambanda sem þau eru fulltrúar fyrir. Árla morguns hinn 6. júlí lagði 8 manna hópur frá UMFÍ (1 strákur og 7 stelpur) af stað til Oslóar með flugi. Ferðinni var síðan heidð dl Atrá þar sem norræn ungmennavika átti að hefjast um kvöldið. Við komuna til Noregs tók á móti okkur fulltrúi frá Noregs Ungdomslag sem fylgdi okkur inn í Osló og var okkur innan handar á meðan við biðum efdr að leggja af stað til Atrá. Við lögðum af stað þangað um kl. 16.3o, ásamt svíum og nokkrum norðmönnum, með rútu sem Noregs Ungdomslag á. Á leiðinni út úr Osló stoppuðum við svo stutta stund í Vigelandsparken, garði sem geymir ótrúlegt safn höggmynda. Síðan ókum við áfram sem leið lá í gegnum Drammen og til Kongsberg þar sem fleiri norðmenn bættust í hópinn. Því næst var ekið áfram dl Atrá, þar sem við hittum aðra þátttakendur. Að sjálfsögðu urðu þar miklir fagnaðar- fundir hjá þeim sem áður höfðu verið á svona vikum. Alls mættu í Atrá um 60 manns frá S-SIesvík og öllum Norðurlöndunum nema Finnlandi. Dagskrá vikunnar var hefðbundin. Kjarninn var starf vinnuhópa sem voru 5 í þetta skipd. Boðið var uppá leiklist, vísnasöng, útilíf, blómaskreydngar og steinaslípun. Af þessum hópum völdu menn svo einn dl að starfa í. Hópamir störfuðu þó minna en verið hefur undanfarin ár. í staðinn var farið út í náttúruna. Á þriðjudegi var gengið á Gaustatoppen sem er 1883 m. á hæð. Þaðan má í góðu veðri sjá u.þ.b. einn sjöunda hluta Noregs. Það var að sjálf- sögðu ekki skilyrði að fara á toppinn en flestir íslendinganna létu sig þó hafa það að fara alla leið. Uppi mætti okkur heldur kaldranalegt veður, napur vindur og snjóél. Þegar allir höfðu skilað sér af fjalli, heilir á húfi, var ekið til Rjukan þar sem skoðað var safn sem hefur að geyma minjar frá baráttu norskra andspyrnumanna við þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir hádegi á miðvikudag var hópnum skipt niður í smærri hópa sem síðan fóru í heimsókn til fjölskyldna í nágrenninu. Þarna gafst okkur tækifæri á að kynnast því hvernig fólkið býr og komast í betri tengsl við það. Um kvöldið komu fjölskyldurnar með okkur dl baka og horft var á leikrit sem leikhópur frá Atrá sýndi. Eftir hádegi á fimmtudag stóð til að fara upp óbyggðir og liggja í tjöldum um nóttina en vegna þess hve kalt var, þá var hætt við þá fyrirædun og gefið bæjarleyfi í Rjukan í staðinn. Á föstudaginn var síðan ekið upp að Már vatni, gengið meðfram því og grillað í maunn áður en haldið var dl baka. Hér hefur verið sdklað á því helsta sem gerðist að deginum en kvöldin voru lfka notuð. Haldnar voru kvöldvökur þar sem hver þjóð lagði fram sinn skerf. Einnig voru diskótek fyrir þá sem vildu dansa. Vinsælla var þó að sitja og spjalla og hafa það notalegt. Ekki var óalgengt að slíkar setur entust framefdr nóttu. Á föstudagskvöld var síðan sleginn botn í skipulagða dagskrá með kvöldverði. Þar kepptust menn við að raða í sig matnum og haldnar voru ræður. Eftir borðhaldið lék hljómsveit fyrir dansi en svo óheppilega vildi til að gítarleikarinn sleit streng og vara- strengur var ekki til staðar. Hljóm- sveitin hvarf því á braut en framtaks- samt fólk úr hópnum hélt uppi fjörinu allt dl morguns. Svo rann laugardagurinn upp og þar með kveðjustundin. Hún var að sjálfsögðu tregablandin, þvíþað er erfitt að kveðja nýfengna vini og vita ekki hvort eða hvenær maður sér þá aftur. Margir hugga sig þó við það að næsta ár verður aftur haldin ungmennavika. Spyrja má til hvers sé verið að halda svona viku. Hvað vinnst? Mér finnst enginn vafi leika á að samskipd sem þessi eru af hinu góða. Sjóndeildar- hringur manna víkkar, því þeir kynnast jafnöldrum sínum og viðhorfum þeirra. Tungumálakunnátta er oft nýtt dl hins ýtrasta og menn öðlast sjálfstraust í notkun mála. Mikilvægast er þó að menn geta eignast vini til lífstíðar og þá má segja að tilgangi vikunnar sé náð. Að lokum vil ég minna á að næsta ungmennavika verður í Færeyjum að ári. Freygarður Þorsteinsson 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.