Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 31
Stelkur er hávær. Þýtur á loft með gjammandi skellum, flögrar um á lafandi vængjum, svo auðgreindur verður hvítur fleygur upp á bak frá rótum hvíts stéls, sem sett er þverrákum gráum en afturundan því skaga fætur. Einnig verða áberandi hvítir afturjaðrar dökkmógrárra vængja. Þá sest stelkur tíðum á grjót og staura, hossar sér á gulrauðum fótum og smellir í sífellu í góm. Langur goggur er rauðleitur, svartur í oddinn . Bak grádökkleitt með svörtum flikrum. Kverk, bringa og kviður ljós, sett dökkum langrákum og dílum. Stelkurinn er farfugl, en nokkur fjöldi heldur sig á vetrum við strendur suðvesturlands. Flóastelkur sást fyrst við Mývatn 1959, en 1981 var varp hans þar sannreynt. Minni en stelkur. Bak er dökkbrúnt sett hvítum dílum. Á flugi greinist hann frá stelk á að hvíti bletturinn upp frá stéli er ferhyrningslagaður og að aftanverðir vængir hafa ekki hvítt belti. Fætur eru gulgrænir og goggur dökkur. Röddin kliðmýkri en stelks og skrækari. Séð atfan á bak Tjalds á flugi cr ábcrandi hvítur flcygur upp á bak frá rótum svart- bryddaðs stéls Tjaldur er hávær og leynist því lítt. Hvell gjallandi köll eða langdregið vell, sem minnir á bjölluhljóm. Goggur er hliðflatur örlítið uppsveigður, gulrauður, en fætur rauðbleikir. Bak, háls og höfuð svört, svo og framanverðir vængir að ofan, en milli þessara bryddinga langar hvítar rákir. Aðrir bolhlutar eru hvítir. Einnig neðanverðir vængir, nema hve flugfjaðrir eru svartar í oddinn. Augnahringur er áberandi rauður. Ungfuglar hafa fölari lit á fótum og gbggur gráleitur að framan.. Þá hafa þeir hvítan kraga á kverk. Tjaldur er annar vaðfugla, sem matar unga sína. Um 3 þúsund tjaldar halda sig að vetrarlagi í fjörum suðvesturlands. Ungir tjaldar með hvítan kraga í kverk Spói er grágulbrúnn á ofanverðu baki og vængjum, sem verður dílótt af hvítum jöðrurn þakfjarðra. Um koll teygjast 3 hvítar rákir. Kviður og framliluti neðraborðs vængja eru hvít. Á flugi er áberandi hvítur fleygur upp eftir baki frá stéli, sem er grágult hið efra sett 4 dekkri þverröndum. Goggur niðursveigður að framan, blýgrár, nema á neðri skoltrætur slær ryðbrúnum lit. Röddin hástemmt háttbundið vell, sem hefst oft á blísturskenndu hljóði. Fjöruspói er hér að vetrarlagi árviss gestur í fjörum og tekur við af spóanum, sem er algjör farfugl. Hann er stærri og neflengri en spói. Hamur hans er svipaður spóa, en greinist best frá honum á kollinum, sem ekki er skreyttur kollrákum. Hingað berst fjöruspóinn frá Noregi og Bretlandseyjum. Frá honum berst blístrandi hljóð en ekkert ólgandi vell. Hrossagaukur (mýriskítur, - snípa og - spýta) verður frekar skoðaður á flugi en á jörðu. Hneggjandi hrossagaukur er öllum kunnugur. Á jörðu sem á lofti heyristfráhonummargendurtekið "gigg- Ofar fjöruspói Neðar spói gigg......" og er hann fælist upp til flugs gefur hann frá sér skerandi ískur. Dökkbrúnir eru vængir að ofan, en um bak fær hamurinn á sig ryðrauðan blæ og eftir þvf endilöngu liggja 4 mógular rákir. Ryðrauður litur teygir sig um koll, háls, bringu og síður. Kviður hvítur en neðra borð vængja ljósflikrótt. Frá goggrótum um koll og vanga teygast svartbrúnar og ljósar langrákir aftur fyrir hnakka. Goggur langur, ryðbrúnn hið efra en dökknar fram til broddsins. Goggur beinn og veit niður á við á flugi. Fætur fölgulir. Stofnstærð ókunn. Við Mývatn hafa talist 25 pör á km1. Er farfugl, en árlega hefur strjálingur vetursetu í skurðum, við afætur og jarðhitasvæði. Framhald í næsta blaði. 31 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.