Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 30
Hvaða fugl er þarna? Hugleiðing um fugla fyrír göngufólk Þorsteinn Einarsson Vaðfuglar. Okkur þykir undarlegt, að vísindamenn fella vaðfugla í sama ættbálk hinnar friðuðu dróttar og máfa og svartfugla, en skildleikan sjá þeir vísu menn á beina- og vöðvabyggingu. Lífsskil- yrði, þó einkum fæðuöflunin, hafa valdið breytileikunum, sem eru það miklir, að okkkur furðar á að gaggandi máfur á lofti, kurrandi svartfugl í bjargi og kliðmjúk lóa í túni, séu frænd- systkini. Sameiginleg einkenni vaðfugla eru háir fætur, mislangir, grannir goggar, tillíktir fæðuöfluninni. Kjörlendi eru strendur og votiendi, móar, melar, lyng- og kjarrsvæði. íslenskir vaðfuglar dreifast á varptímanum um norðlæg svæði kringum hnöttinn, en að vetrarlagi suður um allar heimsálfur. Lífsbaráttan á hinum löngu farferðum hefur hvatt til félagslyndis, svo að vor og haust sjást þessir fuglar í feiknstórum hópum. Samhæfing innbyrðis í hópnum vekur oft furðu, en þar mun háttbundinn flugdynur stjórna, sem er numinn af margnæmari heyrn fuglanna, framar hinni mannlegu. Hreiðurgerð er fábrotin. Ungarnir fara úr hreiðri þegar eftir klak og afla sér fæðu sjálfir, nema ungar tjalds og hrossagauks. Litmynstur hamsins hefur samlíkst umhverfi varpstöðvanna. í námd við hreiður beita vaðfuglar framar öðrum fuglum aðferðinni að barma sér, til þess að afvegaleiða óvini. Heiðlóa er auðþekkt, er hún boðar sumarkomu. Klædd er hún þá svartri samfellu frá augum um vanga, kverk, bringu og kvið. Afmarkast hún af hvítri bryddingu, sem sameinast hvítum gumpnum. Þessa koluðu samfellu afklæðist lóan að haustinu og verður að framan og neðan hvítleit með mógula bringu. Neðanverðir vængir og vængkrikar hvítir, en hvít vængrák sumarsins horfin. Mörgum verður á að kannast ekki við lóu í vetrarbúningi. Hin suðlægari lóutegund Efst cr Grálóa að vetrarlagi í miðið cr Grálóa að sumri Ncðst cr Hciðlóa að sumri Allt árið er lóan að ofan prýdd dökkum flikrum og ljósgulum dílum, goggur og fætur svart. Fjöldi íslenska Ióu- stofnsins er ekki þekktur, en vitað er um svæði á Iandinu þar sem 24 Ióupör eru á ferkílómetra. Hingað berst suðlægari lóutegund. Litaskil ógleggri, svart daufara og hvítt gulleitara. Grálóa sést hér einnig. Auðgreind frá heiðlóu á öllum árstímum á svörtum blettum í vængkrikum. Sandlóa hleypur í lotum á stuttum rauðgulum fótum um mela og sandfitjar snögglendis eða skýst á loft með hröðu vængjablaki á vaggandi fjörlegu flugi og verður þá áberandi hvítt vængbelti. Goggur er rauðgulur, svartur í oddinn. Litur er hið efra ljósgrár. Um háls hefur hún hvítan hring. Neðan hans svart belti, sem breikkar í hálstraf niður á bringu. A enni hvít rák aftur um augu. Neðan hennar og um augu svört gríma. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.