Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 16
m KARATE Grein: Stefán Alfreðsson Með þessari grein fer af stað greinaflokkur er saman stendur af fjórum greinum. í þessari grein er farið á hundavaði yfir sögu karate. Þá er reynt að varpa ljósi á það hvað karate er eða getur verið. í næstu greinum eru svo tekin fyrir afmarkaðari svið innan karate. Rekja má sögu karate árþúsundir aftur í tímann, frá Indlandi um Kína og Okinawa til Japans. Saga nútíma karate má þó segja að hefjist ekki fyrr en í Japan um 1920. Þá var Okinawa- búanum, Gishin Funakosi, boðið til Tokyo til að sýna karate. Hann hlaut góðar viðtökur og ílengdist þar til æviloka. Hann átti síðan eftir að leggja grunninn að shotokan stíltegundinni. Fleiri meistarar áttu eftir að leggja leið sína til Japans m.a. Chojun Miyaki, en hann lagði grunninn að goju ryu. Heimildir herma að það hafi verið fyrsti kerfisbundni karatestíllinn. Fleiri meistarar koma við sögu en þessir em nefndir til vegna þess að þessi afbrigði karate eru bæði stunduð hér á landi. Þeir sem lögðu stærstan skerf til þróunar nútíma karate vom þó nemendur þessara meistara. Gogen Yamaguchi (goju) þróaði aðferð til að berjast með höndum og fótum án þess að skaða andstæðinginn (jiyu-kumite). Masatoschi Nakayama (shotokan) lagði til fyrstu keppnisreglur fyrir karate og var fyrsta Japansmeistaramótið haldið 1957. Af þessu má sjá að karate er tiltölulega ung íþrótt. Síðan þetta mót var haldið hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrsta Evrópumótið var haldið tíu árum síðar (1966). Árið 1970 var "World Union og Karatedo Organizations" (WUKO) stofnað og jafnframt fyrsta heimsmeistaramótið haldið. Haldin hafa verið 7 HM og voru keppendur á því síðasta um 1000 frá meira en 40 þjóðlöndum. Frændur okkar í Skandinavíu eru mjög framarlega í karateíþróttinni og blanda sér í toppbaráttuna. Karate hefur nú hlotið æðstu viðurkenningu sem hægt er að fá í íþróttum, þ.e.a.s. Alþjóða Ólympíunefndin hefur samþykkt að karate verði ein af keppnisgreinum á ÓL 1992. Fyrstu sögur um iðkun karate á íslandi eru frá 1970. Þrem árum síðar er Karatefélag Reykjavíkur stofnað og hafði karate íþróttin þar með skotið rótum á íslandi. Á þessum tíma voru vinsældir karate alveg gífurlegar. Fljótlega spruttu upp fleiri félög. Þótt uppgangurinn væri mikill þá var varla hægt að tala um grósku mikið starf. Félög voru stofnuð og síðan var bara æft og æft. Þó voru haldin 2-3 mót til ársins 1980. Þá hafði færst mikil deyfð yfir alla starfsemina. En um sumarið 1980 fóm nokkrir kappar í ferð til Japans, þar sem þeir voru allir prófaðir til shodan (svart belti). Eftir það hleypur gróska í starfsemi félaganna. Erlendirþjálfarar urðu árviss viðburður, regla fór að færast yfir mótshald og fjölbreyttnin jókst. Eitt stærsta framfara skrefið í uppbyggingu kai'ate á íslandi var stigið 28. febrúar 1985. Þá var stofanað Karatesamband íslands (KAÍ). Alls eru nú um 900 karateiðkendur og fer fjölgandi, innan meira en 10 félaga. KAÍ stendur fyrir íslandsmóti árlega og sýnir það sig að töluverð breidd er meðal félaganna því verðlaunahafar eru frá mögrum félögum. Auk þess eru mót milli einstakra félaga, héraðsmót o.fl. Keppendur frá íslandi hafa heiðrað Norðurlandamótim með þátttöku sinni frá 1982 með sæmilegum árangri. KAÍ réðist í það stórvirki, strax á fyrsta starfsári sínu, að halda NM í Reykjavík. Gekk það vonum framar, bæði hvað varðar framkvæmd og árangur. Hlutu íslendingar 1 silfur og 3 brons. Þá hefur KAÍ tvisvar sent kepp- endur á Evrópumótið með góðum árangri. Þar hefur Árni Einarsson náð þeim frábæra árangri að verða í 10. sæti í kata. Achillesarhæll karate- íþróttarinnar er dómaraskortur. Þar ræður mestu að fyrsta kynslóðin í karate er varla búin að slíta barnskónum, þ.e. hún er enn virk sem keppendur. Á dagskrá KAÍ fram að áramótum eru a.m.k. 5 mót sem hafa öðlast fastan sess auk tveggja landskeppna. Hvað er karate? Hvað er karate? íþrótt, sjálfsvarnarlist, heimspeki, lífstíll, hnefaleikar, líkams- rækt, hugleiðslukerfi. Þannig mætti lengi telja. Karate er iðkað með ýmisleg markmið í huga. Sumir æfa með keppni í huga, margir til að læra að verja sig, aðrir sem heimspeki og enn aðrir sem líkamsrækt. Karate þýðir "tóm hönd". Aftan við er gjarnan bætt við do (karate do) sem þýðirr vegur eða leið. Útkoman er því leið tómu handarinnar. Funakosi útskýrði "tómleikan" með þessum orðum: "Eins og spegill speglar það sem fyrir framan hann stendur og hljóður dalur bergmálar jafnvel hið minnsta hljóð, verður nemandi í karate Fyrstu iðkendur karate á íslandi. Reynir Santos stjórnaði æfingunum. Á myndinni má þekkja Hannes, Ásgeir Hannes, Andrés, Gulla og fl. 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.