Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 13
Deildarkeppnin í skák í 1. tbl. var fjallað lítillega um Deildarkeppni Skáksambandsins, sem þá var hálfnuð. Hér er meiningin að slá botninn í það spjall. Lokastaðan var sem hér segir: 2. deild 1. Taflfélag Seltjarnamess B sveit 28 vinn. 2. Taflfélag Kópavogs A sveit 28 3. Taflfélag Reykjavík:ur D sveit 25.5 4. Skáksamband Austurlands 21.5 5. U.M.S.E. 20 6. Taflfélag Reykjavíkur C sveit 19.5 7. Taflfélag Sauðárkróks 13.5 8. Skákfélag Akureyrar B sveit 12 3. deild I. -2. Skákfél. Hafnarfj. B sv. - U.S.A.H. 3.5 - 2.5 3.-4. Taflfél. R.vík. E sv. - Taflf. Vestm. 4 -2 5.-6. Skákf. Akurey. Ungl.sv. - Umf. Geisli 3 -3 7.-8. Taflfél. Hreyfils - Taflfél. Húsav. 3.5 - 2.5 9.-10. A. Barðstr. og Dalam. - Taflfél. Kópav. 4-2 II. -12. Taflfél. Garðab. B sv. - Taflfél. Stokkseyr. 6 - 0 Engin sveit frá ungmennafélögum á sæti í 1. deild enn sem komið er og því fyrst og fremst fjallað um 2. og 3. deild. 1 2. deild raða félög af Stór-Reykjavíkursvæðinu sér í 3 efstu sætin, en UMSE og Austfirðingar sigla lignan sjó um miðbik deildarinnar. I 3. deild varð USAH í 2. sæti eftir að hafa unnið a riðilinn en tapaði í úrslitum fyrir Hafnfirðingum 2,5 v. gegn 3,5 v. Umf. Geisli varð í 3. sæti í b riðli og lenti í 5. - 6. sæti ásamt unglingasveit frá Akureyri. Ló aðeins 3 ungmennafélög hafi sent sveitir til keppninnar að þessu sinni er ljóst að í fjölmörgum sveitum öðrum tefla margir ungmennafélagar og allnokkur félög/sambönd gætu sent harðsnúið lið til keppninnar ef til ^ærni. Árið 1987 er Landsmótsár, til keppni í skák munu vonandi mæta sveitir ffá sem flestum héraðssamböndum. Það hlýtur því að efla allt skákstarf til muna ef ungmennafélög/ungmennafélagar tækju sig til og sendu sveitir 1 Deildarkeppnina. Þar gæfist mönnum kostur á að afla sér dýrmætrar reynslu og þekkingar og kæmu því mun betur undirbúnir til leiks á Landsmóti en ella. B.D. Hann er 19. LANDSMOT UMFl 10.-12. JÚLÍ1987 Á kynningarfundinum vegna landsmótsins þar sem víkingur- inn var kynntur, fannst einum fundai-manna víkingurinn vera ótrúlega líkur Ólafi Stephensen. Það er kannski engin furða, því hann er búinn til á auglýsinga- stofu Ólafs. Einn verulegur munur er þó á þeim, Ólafur er með skegg en víkingurinn ekki, að minnsta kosti ekki ennþá. Svanur hættir Halldóra tekur við Svanur Ingvarsson sem verið hefur framkvæmdastjóri HSK síðan 1. okt. 1985 lét nú nýlega af því starfi. Við starfi hans tók Halldóra Gunnarsdóttir úr Umf. Baldri, en hún þekkir starfið vel í gegnum árin, er nú gjaldkeri Umf. Baldurs, hefur kennt einn vetur, en hún er stúdent. Skinfaxi býður Halldóru velkomna til starfa og þakkar Svani fyrir samstarfið og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.