Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 18
HIISAVIK »7i 19. LANDSMOT UMFI 10.-12. JULI Texti og myndir: Guðmundur Gíslason Fimmtudaginn 25. sept. s.l. efndi landsmótsnefnd til kynningarfundar í félagsheimilinu á Húsavík þar sem 19. Landsmótið var kynnt fyrir íbúum Húsavíkur og fleirum. Var fundurinn sæmilega vel sóttur og líflegur. Kristján Yngvarsson formaður HSÞ setti fundinn og bauð gesti velkomna, síðan var byrjað að kynna landsmótið og undirbúning þess. Um þá kynningu sáu Vilhjálmur Pálsson, Gunnlaugur Árnason og Bjarni Þór Einarsson og sýndu þeir skuggamyndir til að skýra mál sitt betur. Þá var kvikmynd sú sem gerð var um 18. Landsmótið sýnd, og þeir Ólafur Stephensen og Gísli Blöndal frá Auglýsingastofu Ólafs kynntu víkinginn sem er tákn mótsins. Eftir að þessu lauk voru pallborðs- umræður þar sem gestum út í sal var gefið tækifæri á að spyrja og koma með hugmyndir, og notfærðu þeir sér það mjög vel. Þá kom fram að margar hugmyndir eru í gangi um hin ýmsu atriði í sambandi við landsmótið og má þar t.d. nefna; kassabílarallí, diskódans- keppni, reiðhjólakeppni, bridsmót, aflraunakeppni með þátttöku Jón Páls og fleiri og svona mætti lengi telja. Þá kom fram sú hugmynd að sjósetja bátinn Hrafninn sem gefinn var frá Noregi og sigla honum umhverfis landið til að kynna mótið. Ljóst er því að allur undirbúningur fyrir þetta landsmót er í fullum gangi, enda ætla þingeyingar að gera þetta mót mjög glæsilegt. Því má svo bæta hér við að búið er að tímasetja keppni í frjálsum íþróttum og sundi. Landsmótmótsvíkingurinn Þessi myndarlegi víkingur verður tákn 19. Landsmóts UMFÍ sem haldið verður á Húsavík 10.-12. júlí 1987. Hann mun bregða sér í hin ýmsu gervi til að kynna mótið sem víðast og oftast. Ætlunin er að framleiða ýmsa muni með þessum víking á til að selja og t.d. er búið að gera prufueintök af peysum þar sem hann er á. Því vill Skinfaxi hvetja alla til að kynna víkinginn og þar með landsmótið og leggja þar með lið við að gera þetta landsmót glæsilegt og fjölmennt. Hér til hliðar sjáiði víkinginn í ýmsum gervum. 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.