Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 5
út á þessum fyrstu hljómleikum í 3. ár. Einnig voru menn spenntir að sjá hvemig Rick Allen kæmi út. Bjuggust flestir við að hann væri með aðstoðartrommuleikara. En viti menn. Rick Allen spilaði einn alla tónleikana og stóð sig hreint frábærlega vel. Og móttökurnar voru eftirminnilegar. Þeir gerðu góðlátlegt grín af sjálfum sér, hve lengi þeir hafa verið að taka upp plötuna sína. Þeir kynntu svo Rick Allen sérstaklega og það var greinilegt að hann var stjarna tónleikanna. Þá stigu á svið hljómsveitin "Scorpions" sem voru sérstakir gestir kvöldsins. Scorpions er þýsk hljóm- sveit sem starfað hefur frá árinu 1971. Þeir eru með einsdæmum skemmtileg hljómsveit á sviði og greinilega mjög sviðsvanir. Þeir voru að slá nýtt hljómleikamet, en þeir hafa verið stanslaust á tónleika- ferðalagi í tæp tvö ár og hafa spilað nær alls staðar í heiminum að íslandi undanskildu auðvitað. Þeir héldu uppi geysilegri stemmningu í tæpa tvo tíma og urðu fáir fyrir vonbrigðum með þessa sveina. MED ALLT Á HREINU Þá var komið að aðalnúmeri tón- leikanna; Ozzy Osboume. Þegar Ozzy steig niður á sviðið innan í stórri styttu sem opnaðist og lokaðist, ætlaði allt að springa á svæðinu. Og sú stemming hélst frá upphafi til enda. Það er ótrúlegt hve góð tök Ozzy hefur á áhorfendum. Ozzy Osborne hefur verið í músíkbransanum í nær 20 ár og er að nálgast fertugsaldurinn. Hann var lengst af söngvari í hljómsveit sem hét "Black Sabbath". Hann hætti í henni 1978 og tók sér smá hvíld. Fór hann svo á sólóferil og er gífurlega vinsæll (og óvinsæll) sérstaklega í Banda- ríkjunum. Hann átti m.a. lag inn á vinsældarlista Rásar 2 í sumar. Það hét "Shot in the dark". Ozzy hefur lengst af verið aðalskotspónn þeirra sem eru á móti rokki. Er það að mestu leyti drykkju hans að kenna. Hann er alkóhólisti og er sjálfur ötull baráttu- maður á móti áfengi. Hann segir sjálfur að mesti bölvaldur hans sé alkóhólið og ræður öllum frá því að drekka. En yfirleitt þegar talað er um Ozzy Osbourne er litið framlijá því og reynt að draga allt það neikvæðasta fram í umfjöllunum um hann. Hann gerir sér vel grein fyrir því og segir; Ég er sá maður sem menn elska að hata. Ég veit að ég hef gert margt sem ég hefði ekki átt að gera og sé eftir mörgu af því, en ég hef gaman að því að spila og sé ekki eftir þeim árum og ég mun halda áfram að spila svo lengi sem ég hef áhuga fyrir því". En hvað sem menn segja þá var það greinilegt að flestir þeir 100 þúsund áhorfendur á Donington Park elskuðu hann og hafa hljómleikarnir fengið mjög góða dóma í flestum fjölmiðlum. Og við sem vorum á staðnum munu hafa góðar minningar frá þessum tónleikum lengi vel. "TIME" Hinn tónlistarviðburðiurinn sem verður lítillega til umfjöllunar hér er töluvert öðmvísi. Það er söngleikur sem er nýbyrjað að sýna í London og heitir "Time". Þessi söngleikur þykir hafa brotið blað Rick Allen í leiklistarsögunni. Aldrei áður hafa sést jafn frábærar tæknibrellur á sviði. Sumir kalla "Time": "Star Wars" á sviði. Og get ég vel tekið undir það. Aldrei hefði ég trúað því óséð að það væri hægt að framkalla svona góðar tæknibrellur á sviði. Og ekki nóg með það, söngleikurinn sjálfur var meiriháttar góður. Það er söngvarinn gamli Cliff Richard sem fer með aðalhlutverkið og stóð hann sig bara nokkuð vel. Það var skrítið að hugsa til þess að hann er kominn yfir fertugt því að hoppaði og skoppaði um allt svið eins og tvítugur táningur. En sá leikari sem þykir vekja mesta athygli í þessum söngleik er leikarinn góðkunni Laurence Olivier. Og þá kannski ekki eingöngu góðan leik, heldur kannski af því að hann er í raun ekki sjálfur á sviðinu. Hann er búinn til úr lasergeislum. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvemig það var gert en vil hvetja sem flesta til að líta á þennan söngleik ef þið eigið leið um London í framtíðinni. Sjón er sögu ríkari. Að lokun langar mig til að hvetja ykkur lesendur góðir að senda "Poppfaxa"" línu. Þessi síða er fyrir ykkur lesendur góðir og ef þið viljið láta álit ykkar í ljós um þessa síðu þá endilega gerið það. Látið vita hvað þið viljið sjá á þessum síðum. Er einhver sérstakur listamaður sem þið viljið sjá viðtal við? Hvað finnst ykkur að betur megi fara og mun "Poppfaxi" reyna að móta þessa síðu eftir ykkar óskum. Lifið heil: Kristján P.S. Heimilisfangið er það sama og UMFÍ. Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.