Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 15
Það er stundum sagt að þeir séu bestir að spila úr spilunum, sem segja verst á þau. Þetta er auðvitað ekki allskostar rétt, en það leynist þó í því sannleiks- korn. Því þeir sem vanir eru slæmum samningum verða oft að leggja meira á sig til að koma þeim heim. Slíkir menn em meistarar í að teikna upp einu leguna sem dugir til að sögnin vinnist og spila svo í samræmi við það. Lesandanum er nú boðið inn í teikni- stofuna til að spreyta sig á tveimur afspyrnu lélegum samningum. Fyrst er það alslemma í spaða: Norður KGIO 97 K765 G743 Suður ÁD6532 Á8 Á32 ÁK Vestur Norður Austur Suður - - - 2 spaða Pass 3 spaðar Pass 7 spaðar?! Pass Pass Pass Stökk suðurs í 7 spaða ber vott um mikla bjartsýni. Svar norðurs á þremur spöðum sýndi að vísu sterkari spil en stökk beint í fjóra spaða, en eigi að síður var ástæðulaust að flýta sér svona rosalega. Það hefði verið hægt að kanna spilið nánar. Enda er samningurinn ekki gæfulegur. En þó ekki vonlaus. Hvernig þarf spilið að liggja til að sagnhafi eigi vinningsvon og hvemig á hann að spila? Vestur spilar út hjartakóng. Það eru 11 beinir tökuslagir. Það er hugsanlegt að ná í tólfta slaginn á lauf ef drottningin er blönk, önnur eða þriðja. Þrettánda slaginn væri síðan hægt að fría á tígul með því að kasta tígli heima niður í laufagosann og trompa svo tígul heim. Til þess þarf liturinn auðvitað að skiptast 3-3. Og trompið verður helst að vera 2-2, nema Að melda illa og spila vel þríliturinn sé á þeirri hendi sem er lengri í laufinu. Spilið þarf sem sagt að liggja býsna vel - svo vel, að fyrirframlíkur á að það vinnist+ eru einungis í kringum 8%. En það er þó þess virði að spila upp á leguna. Norður KGIO 97 K765 G743 Vestur Austur 74 98 KD106 G5432 G109 D84 10965 D82 Suður ÁD6532 Á8 Á32 ÁK Hjartakóngur er drepinn með ás og ÁK í laufi spilað. Síðan er farið inn í blindan á tromp og lauf trompað. Drottningin dettur og sagnhafi er enn lifandi. Næsta skrefið er að taka eitt tromp í viðbót. Það fellur 2-2 og nú fer heldur að vænkast hagur Strympu. Tígli er næst kastað niður í laufagosann og síðan er ás og kóngur tekinn og tígull trompaður heima. Liturinn brotnar eins og best verður á kosið og nú er ekki annað eftir en að fara inn í blindan á tromp, taka þrettánda tígulinn og henda hjartataparanum heima og njóta fýlusvipsins á andstæðingnum. Stundum eru samningar svo slæmir að það er ekki einu sinni hægt að teikna upp neina legu sem dugir til vinnings. Þá verður að grípa til kænskunnar, því ekki dugir að gefast upp. Hér er skemmtilegt dæmi. í aðalhlutverki er frægur breskur spilari í eina tíð, Adam Meredith, kallaður Plóman meðal vina. Hann gerði klúbbspilamennsku að ævistarfi sínu, og gat sér orð sem frábær spilari, sem skorti þó aga í sögnum. Hann lést árið 1976. Norður Á86 ÁKG3 ÁG84 G6 Vestur Austur K742 D1093 D109 854 752 KDIO Á84 1053 Suður G5 762 Vcstur Norður Austur Suður - - Pass Pass Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Plóman sat í suður og gerði svo sem ekkert af sér í sögnum í þessu spili. En samningurinn er vondur vegna innkomuleysisins á suðurhöndina, og ekki batnaði hann þegar vestur spilaði út litlum spaða. Meredith sá að spilið var vonlaust nema hægt væri að tæla andstæðingana til að drepa strax á laufaásinn. En hvemig í ósköpunum átd að fara að því. Sérð þú það? Plóman fékk snjalla hugmynd. Fyrsti slagurinn var drepinn á spaðaás og laufgosa spilað og kóngnum stungið upp heima!! Með þessu vildi Meredith læða þeirri hugmynd inn í höfuð andstæðinganna að spaðinn væri opinn upp á Qóra tapslagi og hann væri að reyna að stela sér níunda slagnum. Brellan tókst fullkomlega. Vestur drap strax á ásinn og spilaði spaða. Vömin tók þrjá slagi og réðist svo á tígulinn. Meredith drap ás, spilaði laufi og svínaði níunni! Þannig fékk hann fjóra slagi á lauf og þann níunda til að vinna spilið með því að svína hjartagosanum. Hreinasta snilld. Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.