Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 4
Poppfaxi Texti: Kristjdn Krístjánsson í ágúst síðastliðnum ákvað "Poppfaxi" að bregða undir sig betri fætinum og fara út fyrir landsteinana. Ferðin var að sjálfsögðu meiriháttar og urðu fimm lönd fyrir valinu að skoða: Luxemburg, Frakkland, Þýskaland, Belgía og England. Minnisstæðast í ferðinni voru tveir ólíkir tónlistarviðburðir sem "Poppfaxi" hefur ákveðið að deilda með ykkur lesendur góðir. "MONSTERS OF ROCK" Á Donington Park í Englandi er haldin einu sinni á ári stór rokkhátíð undir yfirskriftinni "Monsters of rock". Þessi hátíð er orðin einn stærsti og vinsælasti tónleikaviðburður Englands. Ekki hef ég neinar nákvæmar tölur yfir fjöldann á þessum tónleikum að þessu sinni en ég gæti trúað að það hafi verið eitthvað yfir 100 þúsund áhorfendur. Það hefur verið árviss viðburður hjá undirrituðum og nokkrum fleiri íslendingum að bregða sér á þessa tónleika. 1984 fóru t.d. yfir 50 íslendingar á þessa tónleika. Að þessu sinni voru aðeins 8 íslendingar sem fóru en þeir héldu vel uppi nafni íslands því að forlátur fáni var tekinn með og vakti hann mikla athygli. Þegar undirritaður fór í fyrsta skiptið á þessa tónleika leist honum satt að segja ekki á blikuna. Fannst honum tónleikagestir skuggalegir í meira lagi. En efdr smá stund komst hann að því að rólegra fólk væri varla til. Það koma greinilega flesdr til að skemmta sér þó að vissulega séu svartir sauðir innan um eins og á flestum stöðum. Sem dæmi má nefna að undirritaður gisd í Derby fyrir tónleikana að þessu sinni (Derby er um 5. km frá Donington Park). Þar vék ég mér að einum manni sem greinilega var á leiðinni á tónleikana og spurði eina fáráðlegustu spurningu sem ég hef spurt á æfinni.- - Með hvaða liði heldur þú í fótbolta? Hann leit á mig með undrunarsvip og svaraði: Nú Derby auðvitað. - Ferðu oft á völlinn? Spurði ég þá. - Nei, ekki oft núorðið. Það er allt of mikið af ofbeldi á fótboltaleikjum núorðið. Svo mörg voru þau orð. BYRJAÐÁ FULLU Hljómleikarnir byrjuðu um 12 á hádegi og byrjaði með krafti. Hljómsveidn "Warlock" frá Þýskalandi með söngkonunni "Doro Pesch" í fararbroddi heillaði hljómleikagesd hreint upp úr skónum. Það get ég sagt að "Doro" hefur ekki bara útlitið með sér, heldur er hún einnig mögnuð söngkona. Næsta "hljómsveit" (já ég setþað innan gæsalappa) var hljómsveit sem kallar sig "Bad news". Hún var vægast sagt hörmuleg og ég held að nafnið sé sannnefni. Reyndar átti þetta að vera grínhljómsveit en "grínið" átti greinilega ekki upp á pallborð hjá áhorfendum. Efdr "Bad news" kom hljómsveit sem heitir "Motorhead". Hún stóð sig að flestra áliti ekki nógu vel, en fór samt nokkuð stórslysalaust í gegnum prógrammið. STJARNA TÓNLEIKANNA Næst á svið kom hljómsveidn "Def Leppard" og er óhætt að segja að þeir komu, sáu og sigruðu. Árið 1983 áttu þeir eina af söluhæstu plötu Bandaríkjanna og Bretlands: "Pyromania", og var óhætt að segja að þeir stóðu á hátindi frægðarinnar. En þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá þessum ungu piltum frá Sheffield. Seint á árinu '83 byrjuðu þeir að undirbúa upptökur á nýrri plötu en það gekk illa að finna upptökumann sem þeir vildu sætta sig við. "Gamli" upptökumaðurinn þeirra "Mutt" Lange var upptekinn í öðrum verkefnum. Stæsta áfallið skeði þó á gamlárskvöld sama ár. Trommuleikari hljómsveitar- innar Rick Allen lenti í bílslysi og missti hægri höndina frá öxl. Bjuggúst þá flestir við að ferill hans sem trommuleikara væri lokið. En þeir voru ótrúlega samhentir, hinir með- lirrúr Def Leppard. Þeir gáfu út þá yfirlýsingu að Rick Allen mundi verða áfram trommuleikari Def Leppards. Þeim var alveg sama þótt þeir myndu þurfa að fá sér aðstoðartrommuleikara.. Rick Allen yrði áfram í hljómsveidnni. Á meðan Rick Allen var að jafna sig hélt hljómsveidn áfram að leita að upptökustjóra sem þeir gætu sætt sig við. Þeir reyndu marga, þ.a.m. Jim Steinman sem frægur er fyrir samvinnu sína við m.a. Meatlow og Bonnie Tyler o.fl. En þeir voru ekki ánægðir með hann og létu hann fjúka. Loks fengu þeir sinn gamla upptökumann "Mutt” Lange. En þá var líka komið árið 1986. Þá höfðu þeir ekki haldið tónleika síðan '83 og voru margir spenntir að sjá hvernig þeir tækju sig Skyldi hann komast í fimleikadeild Ármanns þessi? 4 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.