Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 27
Félagsmálanámskeið í Svarfaðardal Dagana 4.-6. apríl s.l. efndi Umf. Þorsteinn Svörfuður til félagsmála- námskeiðs fyrir félagsmenn sína. Það var Óskar Gunnarsson Dæli, formaður félagsins sem hafði forgöngu um að hressa uppá félagsandann og samstöðu- na með smá upprifjun á námskeiði. Kennari á námskeiðinu var Sigurður Geirdal fyrrverandi framkvæmdastjóri UMFÍ, en hann var einmitt kennari á félagsmálanámskeiði á sama stað fyrir 10 árum síðan og raunar voru þarna mættir þrír sem það námskeið sóttu. Að vanda var þarna farið yfir ýmsa undirstöðuþætti í stjórnun félaga og almennum félagsstörfum, ræðu- mennsku, fundarstjóm, stofnun og lög félaga. Þama voru margar ræður fluttar og góðar. í heild var námskeiðið líflegt og skemmtilegt, enda sambland af reyndum félagsmálamönnum og konum og efnilegu ungu fólki. Alls voru þátttakendur 23. Umf. Þorsteinn Svörfuður er traust og gróið félag með um 70 félaga sem iðka m.a. sund, frjálsar íþróttir, borðtennis, knattspyrnu auk vetraríþrótta og einnig er hestamennska vinsæl hjá félags- mönnum. íþróttaaðstaðan verður þó að teljast slæm á félagssvæðinu, nema etv. sundaðstaðan. Skinfaxi átti að skila bestu kveðjum til þátttakenda frá kennaranum sem lýsti sig reiðubúinn til að endurtaka leikinn við hentugt tækifæri. Arsþing HSS Vísa Á þingi ÍSÍ varð eftirfarandi vísa til vegna prentvillu í ársskýrslu íslenskra getrauna, en í stað þess að standa Efnahagsreikningur stóð Efnagagnsreikningur. Efnagagnið ekki dvin og ekki vil ég letja ÍSÍ stjóm - svona uppá grín ársskýrslu að fletja. Ársþing HSS var haldið að Finnbogastöðum í Árneshreppi laugardaginn 13. sept. s.l. Þingið var frekar illa sótt miðað við undanfarin ár, en nú mættu aðeins 15 manns. í ljós kom að nokkur deyfð hefur verið í starfi sambandsins á liðnu ári, en enginn framkvæmdastjóri var nú í sumar. Þá féll sundmótið niður nú í sumar en stefnt er að því að halda það næsta sumar og gaf UMFÍ bikar fyrir þetta mót. Magnús Bragason sem verið hefur formaður HSS undanfarin ár gaf ekki kost á sér aftur og var Rögnvaldur Gíslason kosinn formaður. Frá UMFÍ mættu á þingið Pálmi Gíslason form. SigurðurÞorsteinssonframkvæm- dastjóri og Guðmundur Gíslason ritstjóri Skinfaxa. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.