Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 20
Bikarkeppni FRÍ 1. deild Texti: Einar Gunnarsson Bikarkeppni FRÍ 1. deild fór fram helgina 9. -10. ágúst á Fögruvöllum. Þátttökuliðin voru KR, ÍR, Ármann, FH, HSK og UMSK. UMSK og KR er komu upp úr 2. deild '85 og tóku sæti UÍA og UMSE. Það er jafnan svo, að fyrir svonakeppni gerast margir spámenn og eins vil það oft fara þannig að spádómamir verði jafn misjafnir að gæðum og upplagi eins og höfundar þeirra. Menn voru þó yfirleitt sammála um að ÍR yrði í toppbaráttunni eins og jafnan síðan 1972 en töldu þó að meira yrði að þeim vegið heldur en oft áður. Einnig var ljóst að liðin í deildinni voru mun jafnari en áður og því myndi baráttan um að lenda ekki í fallsætunum tveimur verða hörð og tvísýn. Strax á fyrsta degi keppninnar tóku línur strax að skýrast nokkuð. Ljóst var að batáttan yrði mjög erfið fyrir Ármenninga, því vegna meiðsla gátu þeir ekki mætt með sitt sterkasta lið. Fljótlega tók síðan lið UMSK að koma sjálfum sér og öðrum á óvart, en þau náðu forystu um miðjan fyrri dag. Þó var talið að róðurinn mundi verða þeim erfiðari seinni daginn. Á seinni degi keppninnar skáru lið KR og ÍR sig fljótlega nokkuð úr hópnum og virtist stefna þar í hörkubaráttu um Bikar- meistaratitilinn sem önnur lið gætu ekki blandað sér í. Þó varð reyndin sú að undir lok keppninnar var UMSK komið fast að hæla KR og ÍR að stigum. Fyrir seinustu grein voru KR- ingar komnir með aðra hönd á bikar- inn. Þeir voru þá með 2,5 stiga forystu á ÍR. Seinasta grein var 1000 m. boðhlaup kvenna. UMSK-sveitin náði fljótt forystu í því hlaupi þannig að ljóst var að KR-sveitinni ætti að nægja 4. sætið til að KR hreppti bikarinn. En forlögin virtust ekki hafa ætlað sér að láta ÍR tapa bikamum í hendur KR- inga, því KR-sveitin gerði ógilt. Þar með heimti ÍR bikarmeistatitilinn 15. árið í röð. Með þessu óhappi KR-inga gerðist það og að UMSK skaust upp í 2. sætið í deildinni. Að þessu sinni féllu FH og Ármann. Þessi lið hafa áður sýnt það að þau ætla sér ekki að ílendast í 2. deild, og er ég viss um að þar er engin breyting orðin á. HSK liðið sigldi lygnan sjó um miðbik deildarinnar. Þeirra styrkur er geysileg liðsbreidd en þá vantar tilfinnanlega fleiri "toppmanneskjur" í hóp með Vésteini og Þórdísi. Ef þeirra efnilegu unglingar leggja hart að sér við æfingar í vetur, verður HSK örugglega nær bikarmeistaratitli á næsta ári. Að lokinni keppni má ýmislegt um hana segja. Langt er síðan jafn spenn- andi Bikarkeppni hefur farið fram og er vonandi að þessi keppni eigi eftir að batna á komandi árum. Ýmislegt má þó gagnrýna og færa til betri vegar. Við skulum ekki eyða hér miklu plássi til að agnúast út í völlinn. Hann má afgreiða með einu orði, "ónýtur". Annað vandamál kom þama í ljós og þarf að laga það hið fyrsta. Það er dómgæslan. Ekki er nóg að FRÍ eigi fróða menn í laganefnd heldur þarf líka að mennta fleiri dómara og ekki síst að endurmennta gamla dómara. Keppnis- reglur taka sífelldum breytingum sem oft getur verið erfitt að henda reiður á og auk þess vitum við öll að ekki veitir af að rifja öðru hvoru upp það sem áður er lært. Nokkur leiðindaatvik komu upp varðandi dómgæsluna á mótinu og setur ljóta bletti á keppni sem þessa, ef þarf að útkljá hana utan vallar. Sjaldnast er þó vænlegt til árangurs að velta sér upp úr gömlum atvikum, en heilladrýgra að taka vel á þessum málum næsta ár. Á næsta ári er Landsmót UMFÍ. Yfirleitt kemur uppsveifla í fijálsar íþrótdr úti á lands-byggðinni á landsmótsárinu. Þessi uppsveifla hefur komið ári fyrr núna og geta nú ungmennafélagsmenn glaðst yfir því að á næsta ári verða 4 af 6 þátttökuliðum í Bikarkeppni FRÍ 1. deild úr ungmennafélagshreyfinguni. Einar Gunnarsson Hér á næstu síðu eru úrslitin í Bikarkeppni FRÍí 1. deild. 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.