Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 9
Hann er hávaxinn og frekar körfuknattleiks- mannslega vaxinn enda er hann þekktastur sem slíkur. Þó hefur hann stundað aðrar íþróttir með góðum árangri og orðið m.a. íslands- meistari í blaki. Hér er átt við Torfa Magnús- son fyrrverandi fyrirliða íslenska landsliðsins í körfuknattleik, en hann er hættur að gefa kost á sér í landsliðið eftir að hafa leikið 120 leiki með því. Ég náði að spjalla stuttlega við Torfa um íþróttaferil hans og fleira, fyrir nokkru. Ertu fæddur og uppalinn í Reykjavík? Nei! Ég er fæddur á Flateyri við Önundarfjörð og ólst þar upp fram að 8 ára aldri, en þá fluttum við til Reykjavíkur. Byrjaðirðu að stunda íþróttir fyrir vestan? - Nei það var nú ekki mikið um það svo ég man, enda engin aðstaða fyrir hendi, þó man ég aðeins eftir að þar voru stundaðar frjálsar íþróttir. Eftir að ég kom hingað suður til Reykjavíkur lærði ég að synda og var í sundi næstu tvö árin og æfði með Ægi í einn vetur. En hvenær byrjarðu svo að iðka körfubolta? - Það byrjaði nú með því að sett var upp karfa á róluvellinum þar sem ég átti heima og ég byrjaði á því að kasta fótbolta í hana. Síðan Ienti ég á æfingu hjá Körfuknattleiksfélagi Reykjavíkur og hef stundað körfuknattleik síðan, þetta félag var síðan gert að deild í Val. Hvenær kemstu svo í mfl. ? Það voru reglur þegar ég var á þessum aldri að það mátti ekki byrja að spila í mfl. fyrr en á ákveðnum aldri þ.e vera kominn í 2. fl. og mig minnir að ég hafi ekki byrjað fyrr en 17 ára, en nú er búið að breyta þessu þannig að aldurinn skiptir ekki neinu máli heldur getan til að spila. Manstu eftir fyrsta mfl. leiknum þínum? - Já furðulegt nokk, þá man ég eftír honum, það var á móti ÍR í Reykjavíkurmóti, þá þjálfað Ólafur Thorlacíus okkur, en hann þjálfaði hjá Val fyrstu þrjú eða fjögur árin. Ég var mjög heppinn þarna í byrjun því ég náði að vinna mér fast sæti í liðinu og hef haldið því síðan þ.e. í um 13 ár. Ég hef nú ekki nákvæma tölu á skráðum mfl. leikjum, en þeir eru eitthvað famir að nálgast 400, og er þetta það hæsta hjá Val. Jú það voru eitthvað færri leikir þegar ég byrjaði í mfl. en þeim hefur nú ekki fjölgað svo á síðustu árum, við náum þetta mest um 30 leikjum á ári í dag. Hverjir voru nú aðalmennimir í körfunni er þú varst að byrja í mfl. ? - Það var t.d. Þórir Magnússon sem var bestí maðurinn hjá Val í mjög mörg ár, Kári Marísson og Stefán Bjarkason, en þeir fóru svo í UMFN og Kári fluttí seinna norður í Skagafjörð og hefur þjálfað og leikið með Tindastól, Jens bróðir minn lék einnig með liðinu og eins Jóhannes Magnússon senr enn leikur með Valsliðinu. Bestu liðin á þessum árum Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.