Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 29
NSU Temaseminar haldið í Borgarfirði Texti: Hörður S. Óskarsson Myndir: Guðmundur Gíslason Dagana 18. - 21. september 1986 var haldin í Borgarfirði (Munaðamesi), ráðstefna um uppbyggingu, störf og útbreiðslu ungmennafélagannaánorður- löndum. Þátttakendur voru frá íslandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Svíþjóð og Finnlandi, alls 29 rnanns. Fulltrúar fluttu þarna erindi um sína hreyfingu, verkefni þeirra og framtíðarhorfur. Ennfremur mætti íþróttafulltrúi ríkisins, Reynir G. Karlsson, og greindi frá þætti ríkis og bæja í vexti og viðgangi ungmennafélagshreyfingar- innar á íslandi. Um þátt UMFI var ítarlega fjallað, upphafið, skipulag, rekstur, fjár- mögnun, tengsl og störf hinna einstöku héraðssambanda og félaga. UMSB var kynnt sérstaklega og störf þess rædd sem dæmi um hin fjölbreyttu verkefni sem héraðssamböndin hafa á sinni könnu. Þá var farið í kynnisferð um svæði UMSB. Staldrað var við í Reykholti undir góðri leiðsögn séra Geii's Waage, ekið að Deildartunguhver og Hrauneyjarfoss og komið við í Rauðskilsrétt og gróðurhúsi. Þá gengu þátttakendur á Grábrók og fengu svo að njóta hinnar ágætu sundlaugar að Varmalandi. Hámark kynnisferðarinnar var þó þegar félagar í Umf. Reykdæla buðu til veislu í félagsheimili sínu Logalandi. Ráðstefnan þótti takast með eindæmum vel og allir luku lofsorði bæði á framkvæmd og aðbúnað allan og ekki síst þann góða og vel útilátna mat sem matráðskonan Helga Gísladóttir fram- reiddi af mikilli natni. Ráðstefnugestir efst uppi á Grábrók Solveig Skogs, Noregi Olga Biskopstö, Færeyjum Frá umræðum. Gunnbritt, Sviþjóð íræðustól. Svend Aage Hansen, Sigvard, Svíþjóð , Jocke og Eric frá Fmnlandi Danmörku, form. NSU lengst til hægri Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.