Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 6
Svipmyndir frá Islandsþingi Jón L. Árnason honum með laglegum hnykk en Margeir var fljótur að jafna sig. En þó svo Margeir hefði orðið efstur og teflt best voru aðrir sem stálu senunni: Hannes Hlífar og Bæring. Hannes náði stórgóðum árangri, ef tekið er mið af því að hann er aðeins 14 ára gamall. Einhvern tíma var sagt unr svona pilta að þeir væru "efni í efnilegt efni". Ef Hannes nær að beisla hæfileika sína hefur hann alla burði til þess að ná langt. Og Bæring Cecilsson er sérstakur kapituli út af fyrir sig. Hann var eins og grár köttur í grunnskóla Eyrarsveit- ar, þar sem teflt var, með mynda- vélarnar á maganum. Og hann sló þrætugjörnum skákmönnnum við, sem hafa óbeit á truflandi myndavélahljóði er þeir eru að reyna að einbeita sér að taflinu. Bæring hafði með sér forláta neðansjávarmyndavél, sem var nánast hljóðlaus, 'enda ekki til þess gerð að fæla fiskana í sjónum. Þannig náði hann myndum af skákmönnum í hita leiksins, án þess að þeir yrðu mynda- vélarinnar varir. En hugum að taflmennskunni á íslandsþinginu. Hér koma fimm stöðumyndir, þar sem hvítur (svartur í einu tilviki) lumar á snjallri fléttu, sem gerir út um taflið. Lesandinn er hvattur til þess að reyna sjálfur að koma auga á fléttuna, áður en hann lítur á lausnirnar sem eru á öðrum stað í blaðinu. Margir voru vantrúaðir er þeir heyrðu að keppni í landsliðsflokki á Skákþingi íslands skyldi fara fram í Grundarfirði. í þau 72 ár sem mótið hefur verið haldið, hefur það aðeins einu sinni farið fram utan höfuðborgarsvæðisins. Það var á Akureyri árið 1957. En nú skyldi teflt í Grundarfirði og þar var ekki einu sinni hótel! Skákmenn bjuggu í heimahúsum í þær tvær vikur af septembermánuði sem teflt var. Móttökur heimamanna voru allssstaðar höfðinglegar. Það var eins og allur bærinn legðist á eitt um að gera skákmönnum dvölina sem ánægjulegasta. í kjallaranum, þar sem Sævar og Dan bjuggu, var meira að segja búið að innrétta félagsheimili. Þar sátu skákmenn milli umferða og sumir horfðu á myndbönd, sem þeir máttu fá að vild, endurgjaldslaust. Aðrir skemm- tu sér við að spila, nema þeir gerðu hvort tveggja í senn. í olíusjoppunni fengu skákmenn frítt gotterí ef svo bar undir. Það kom sér vel fyrir yngstu meistarana, sem gátu mátað svo til hvern sem er við skákborðið þótt þeir væru enn á kók og prins aldrinum. Þeir sem komnir voru til vits og ára fengu hollt og gott fæði í hraðfrysti- húsinu í hádeginu og kvenfélagið sá um góðgætið á kvöldin í ómældu magni. Þetta var keppni stórmeistara og alþjóðlegrameistara við yngri spámenn. Kannski var þama brúað ákveðið kynslóða- og styrkleikabil. Það kom í ljós á mótinu að stórmeistarastallurinn var ekki eins traustur og þeir sem uppi voru höfðu haldið. Hvað eftir annað hrikti í stoðum eftir óvæntar skærur þeirra yngri. Þannig gekk þetta frarn eftir móti en er líða tók á, náðu titilhafar að rétta hlut sinn og á endanum röðuðu þeir sér í efstu sætin. Lokastaðan varð þessi: 1. Margeir Pétursson 8 v. afll 2. -.3. Guðm. Sigurjónss. og Jóhann Hjartarss. 7 v. 4.-6. Jón L. Árnason, Karl Þorsteins og Þröstur Þórhallss. 6 1/2 v. 7. Hannes Hlífar Þorsteinsson 6 v. 8. Davíð Ólafsson 5 v. 9. Dan Hansson 4 1/2 v. 10. -11. Björgvin Jónsson og Sævar Bjarnason 4 v. 12. Þröstur Árnason 1 v. Margeir náði því sem sagt loksins að verða Skákmeistari íslands. Það hefur honum ekki tekist fyrr og þótti mörguin tími til kominn. Margeir tefldi af mesta örygginu og var búinn að tryggja sér sigurinn er ein umferð var til loka. Þó slapp hann ekki taplaus frá mótinu fremur en aðrir, sem sýnir hversu hart var barist. Davíð skellti Góða skemmtun! 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.