Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.1986, Blaðsíða 10
voru KR og ÍR, en þau léku yfirleitt til úrslita á íslands- og Reykjavíkur- mótum. Jú það hefur mikið breyst í körfunni á þessum tíma, hér áður fyrr fengu einstaklingarnir að njóta sín miklu meira en í dag, því nú er spilað eftir ákveðnum leikkerfum þannig að menn eru mikið bundnir við þau, og varnarleikurinn betri þannig að einstaklingurinn kemst ekki mikið áfram án hjálpar. Hvaða leikmann hefur veríð erfiðasta að eiga við? - Að þeim sem ég átti að passa hér áður fyrr, gekk verst að eiga við Einar Bollason, það var nær vonlaust. Þó hann gæti ekkert hoppað né væri fljótur þá hafði hann alltaf lag á að plata mann, og hafði marga möguleika á að skjóta. Seinustu árin hefur mér þótt Valur Ingimundarson í UMFN erfiðastur. Þú byrjaðir snemma að taka þátt í félags- og stjómunarstörfum í Val. - Já! Ég var í fyrstu stjórn körfuknatt- leiksdeildarinnar þá aðeins 14 ára eða svo, og var í stjóm meira og minna fram að því er ég fór á ÍKÍ 1978. Hvernig fannst þér sú ákvörðun að fá erlenda þjálfara og leikmenn í körfu- knattieikinn hér eins og gert var fyrír nokkrum árum? - Mér leist bara vel á það, við höfðum haft fram að þeim tíma frekar fáa góða þjálfara og vonuðumst eftir að fá þá með þessu móti. Og við hjá Val vorum mjög heppnir þarna í byrjun, því við fengum mjög góðan þjálfara og leikmann líka, en það var Rick Hockinos. Hann kenndi okkur margt sem við kunnum ekki áður og var mjög skemmtilegur leikmaður. Síðan fór að fara minna fyrir þjálfarahæfileikum þeirra er komu hingað en meira fyrir getu á leikvellinum, þannig að þetta fór stundum mjög illa með þjálfun hjá ýmsum félögum. Þessir menn höfðu t.d. alla þjálfun hjá félögunum bæði yngri og eldri, en höfðu svo engann áhuga né hæfileika til að þjálfa. Þetta hafði þó þau áhrif á körfuknattleikinn hérna að meira var fjallað um hann í fjölmiðlum og miklu fleiri komu til að horfa á leiki enn áður. Hvenær leikurðu þinn fyrsta landsleik? - Ég var fyrst valinn í landsliðið 1973, en fyrsti leikurinn er ég spilaði var á Norðurlandamótinu í Finnlandi 1974, og var það aðeins ein mínúta er ég fékk að vera með í þessum fyrsta landsleik mínum og gerði því fátt markvert á þessum tíma. Þess má til gamans geta að þegar Pétur Guðmundsson lék sinn fyrsta landsleik þá skoraði hann yfir 30 stig í leiknum. Ég hef aldrei spilað með unglingalandsliðinu þar sem það var ekki til þegar ég var á þeim aldri, þannig að þeir landsleikir sem ég á eru allir A-landsleikir og eru 120, jafn margir og Jón Sigurðsson lék. Það var alveg óvart að ég jafnaði við hann, því ég var alveg ákveðinn í vor að hætta að spila með landsliðinu, en þar sem við komumst áfram í B riðilinn kláraði ég þá keppni og hætti svo. Kom aldrei til að þú færir tii Bandaríkjanna í skóla, og gætir þá stundað körfuboltann með? - Nei! Það kom nú aldrei til á þessum árum, ég hafði einhvem veginn ekki tækifæri á því. En ég hef stundum hugleitt að gaman hefði nú verið að fara eitt ár út og kynnast þessu þegar maður var á menntaskólaaldrinum, eins og margir gera núna og hafa gott af því. Hver er nú eftirminnilegasti þjálfarinn sem þú hefur haft? - Ég verð nú að segja það að það er Einar Bollason, en hann er búinn að vera með mér í nær öllum þessum 120 landsleikjum, bæði sem leikmaður og þjálfari, þannig að hann hlýtur að koma fyrstur upp í hugann. Sá sem kenndi mér mest þegar ég var ungur var Sigurður Helgason, en hann byrjaði að kenna mér körfubolta,. Sigurður var lengi formaður körfuknattleiksdeildar Vals. En hver er eftirminnilegasti leik- maðurinn? - Það er örugglega Þórir Magnússon, hann er sá skemmtilegasti sem ég hef leikið með því hann átti alltaf til ótal brögð og ' gat jafnvel unnið heilu leikina. Það var t.d. 1979 þegar við áttum möguleika á að vinna íslands- mótið var hann að ljúka sínum ferli sem leikmaður. í síðasta leiknum sem við urðum að vinna var hann ekki inná í byrjun en var svo settur inn þegar leið á leikinn, það skipti engum togum, hann ætlaði sko örugglega að sjá til þess að við ynnum leikinn og skoraði 36 stig, flest langt utanaf velli og við urðum íslandsmeistarar. Þetta ár unnum við þrefalt þ.e. Reykjavíkur-, íslandsmótið og Bikarkeppnina svo gerðum við þetta aftur 1982 og ég held 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.