Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1987, Side 9

Skinfaxi - 01.06.1987, Side 9
Þeir eru þá settir í að kasta sem hæst og ráin hækkuð í samræmi við köst þeirra. Metið í þessu er 17 fet og 8 þumlungar, það á Capes. Hann er mjög sterkuríþessarigrein. Sjálfuráég 17fet. Mér skilst að Hreinn Halldórsson hafi sett heimsmet áhugamanna, eins og það er víst kallað. Þá er kastað með báðum höndum. Margir af bestu kúluvörpurum í heimi hafa keppt mikið í Hálandaleikum. Sem dæmi um það má nefna Bandaríkjamanninn Brian Old- field sem komið hefur hingað til lands til keppni í kúluvarpi. Hann á met í því að kasta steinum í stað kúlna, 22 punda steinum. Það met er eitthvað yfir 50 fet. -Svo ætlið þið að toga skip í Húsavíkurhöfn. “Jú, sú er víst hugmyndin. Við eigum eftir því sem mér skilst að draga bát eða skip ákveðna vegalengd inn á höfnina, að landi. En svo er Hjalti Ámason mjög áhugasamur um að keppa í svonefndu Cumberland Wrestling eða Kumbara- landsglímu. Hann keppti nefnilega í þessari glímutegund um daginn þegar við vorum í Skotlandi og lagði alla með miklum glæsibrag, svo brakaði írifjum... En þessi glíma mun hafa verið tíðkuð hér á landi til foma, eftir því sem Þorsteinn Einarsson segir mér. Þannig að þetta er alveg jafn íslensk gh'ma og hún er skosk. Þá taka menn yfirtök yfir öxl og undirtök undir handarkrika og læsa svo saman höndum á baki andstæðings. Hjalti vill ólmur keppa í þessu á Landsmótinu.” -Þennan Higgins þekkir fólk síður en Geoff Capes. Hver er Higgins? “Hann var þjálfari hjá Capes í keppninni Sterkasti maður heims í Nice í Frakklandi. Higgins hefur keppt í einum fimm mismunandi greinum íþrótta fyrir Bretland á alþjóðlegum mótum, mjög fjölhæfur maður. Nú er Higgins ekki lengur keppandi fyrir Bretland á áhugamannamótum þar eð hann er atvinnumaður í íþróttum. Ég held samt ég gcti sagt að hann sé besti kúluvarparinn í dag á Bretlandseyjum, kannski ef maður sleppir Capes. Higgins er 24 ára, jafn gamall Hjalta, og 2.07 m. á hæð. Capes er hins vegar orðinn 38 ára gamall og nokkuð lægri í loftinu.” -Nú ert þú mikið á ferðalögum um heiminn. Er svona mikið af aflrau- nakeppnum? -Jú, það er mikið um þess konar mót og keppnir. Ég var til dæmis í Japan um daginn. Þar eru alþjóðleg mót í alls kyns kraftaþrautum eins og er víða um heim. Ég hef fengið mikið af símhringingum frá Japan eftir að ég var þar. Þar er verið að gera sjónvarpsþátt á vegum stórxa sjónvarpsstöðva um alls kyns kraftaþrautir. Þeir vilja fá menn víða að til að gera mismunandi hluti. Rífa símaskrár, höggva í sundur trjástofna í kapp við tíma, velta bflum og svo framvegis. Einn Japaninn hringdi í mig um daginn og talaði ekki mikla ensku. Ég spurði hann hvað ég ætti að gera nákvæmlega. Þá svaraði hann aðeins: “You have to show your power! Einfalt mál. En fólk virðist hafa óskaplega gaman af að sjá alls kyns útfærslur af aflraunum. Ég var í Sandgerði á Sjómannadaginn, nú fyrir stuttu. Þar vakti það einna mesta kátínu þegar ég velti bfl út í sjó, af hafnargarðinum. Sumirþar hafaþað vístfyrir sið að leggja bflum ólöglega á hafnargarðinum og það fer auðvitað í taugamar á sjómönnunum. Því var ég fenginn til að gera þetta mönnum til hrellingar og áminningar. Krakkamir stóðu agndofa. Það er kannski ekki rétt að segja þetta...það stóðu þama nokkrir þriggja, fjögurra ára púkar og spurðu mæður sínan “Mamma, er Jón Páll sterkari en guð?” IH húsavíkur JOGUKI MJÓLKUflSAMl^«>H0S/"W HÚsaVÍKUR JOGIÍRT K.Þ. HUSAVÍÞ MJÓLKURSAMLAG KAUPFÉLAGS ÞINGEYINGA HÚSAVÍK SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.