Skinfaxi - 01.06.1987, Síða 12
Húsavík
Þegar Landsmót
gengur í garó
virðast þessar nyjungar fyrst og fremst
beinast að því að draga fjölskyldufólk á
Landsmótið en einnig fólk sem er ekki
aðeins að sækjasteftiríþróttahátíð heldur
einnig almennri skemmtan og samneyti
við fólk.
Það sem á sjálfsagt eftir að vekja
einna mesta athygli í sambandi við
Landsmótið er Víkingurinn, tákn
mótsins og Víkingaleikarnir.
Víkingurinn hefur birst víða, á bolum,
plakötum, merkjum og að sjálfsögðu hér
á forsíðunni. Hvað Víkingaleikana
varðar, vísast í viðtal við Jón Pál Sig-
marsson hér í blaðinu.
A Húsavík verður mikið lagt upp
úr því að hafa nóg fyrir börnin að gera
fyrir utan íþróttakeppnina. Þar má nefna
að Brúðubíllinn vinsæli úr Reykjavík
verður á Húsavík yfir Landsmótsdagana,
sérstakt reiðhjólarallí á svonefndum
BMX hjólum og kassabílarallí. Þá hefur
Leikfélag Húsavíkur áformað að gera
sitthvað skemmtilegt fyrir bömin.
Húsvíkingar hafa kosið að nefna
bæinn sinn “Lifandi bæ” yfir
Landsmótsdagana (og sjálfsagt eitthvað
lengur). Til að standa undir því verður
boðið upp á lifandi tónlist á götum úti af
ýmsum tegundum, leiklistaratriði,
sýningar og fleira. Og til þess að auka á
fjölbreytileika menningarbragsins hefur
Landsmótsnefnd gert samning um að fá
Alþýðuleikhúsið til að setja upp leikritið
“Eru tígrisdýr í Kongó?”. Verk þetta
vakti mikla athygli þegar það var sett upp
í vetur í Reykjavík. Það er finnskt að
uppmna og fjalla um tvo rithöfunda sem
hafa fengið það óvenjulega verkefni að
skrifa gamanleik um eyðni.
Heilbrigðisyfirvöld í landinu hafa sýnt
þessu verki mikinn áhuga og telja það
mikilvægt innlegg í barátuna gegn eyðni
hér á landi. Leikritið verður sýnt á
Húsavík 10., 11. og 12. júlí.
Kynningin á Landsmótinu á
Húsavík hefur verið geysimikil og HSÞ
menn hafa náð hagstæðum samningum
Guðni Halldórssori á fullu.
þar um við stærstu fjölmiðla landsins.
Sjónvarpað verður beint frá hluta
Landsmótsins, Morgunblaðið verður
með sérstaka blaðhluta Landsmóts-
dagana og aðrir helstu fjölmiðlar land-
sins verða með fréttamenn á staðnum.
Útvarpsauglýsingar eiga að
glymja í hlustum landsmanna fyrir mótið
í gegnum útvarp, allsérstæð auglýsing
hefur verið gerð fyrir sjónvarp og áfram
má telja. Er því óhætt að fullyrða að
aldrei hafi Landsmótið verið betur kynnt
en nú. Hljómsveitin Skriðjöklar hafa
tekið þátt í kynningu Landsmótsins með
því að leika tvö mögnuð lög inn á
hljómplötu sem heita “Mamma tckur
slátur” og “Á Landsmót”. Margir ættu að
vera farnir að kannast allvel við þessar
tónsmíðar, hið síðarnefnda er þegar þetta
er skrifað komið vel á veg á toppinn á
vinsældarlista nokkurra útvarpsstöðva í
landinu. Platan er nú til sölu hjá öllum
héraðssamböndum á landinu og sjálfsagt
víðar. Fjölmiðlafarganið er sem sagt
tekið með trompi.
Og hvemig hefur undirbúningur
svo gengið á Húasvík?
“Allvel”, segir Guðni Halldórs-
son, framkvæmdastjóri Landsmótsins.
Sá staður sem verður einna helst
í brennidepli hér á landi dagana 9. til 12.
júlí í sumar er tvímælalaust Húsavík. 19.
Landsmót UMFÍ er ekkert “ekkert mál”,
heldur kostar undirbúningur slíks
“mannvirkis” þrotlausa vinnu og mikið
skipulag.
En það eru heldur engir aukvisar
sem taka það að sér að skipuleggja og
halda slíkt mót, Héraðssamband Suður-
Þingeyinga (HSÞ).
Landsmótið í ár (haldið 3. hvert
sumar) verður hið umfangsmesta og og
sjálfsagt best kynnta Landsmótið til
þessa. Það verður með nokkuð ólíkum
brag frá öðrum Landsmótum hingað til.
Það var markmið Landsmótsnefndar
HSÞ strax frá upphafi, að hresssa upp á
umgjörð Landsmóts UMFÍ. Hún hefur
verið með nokkuð svipuðu sniði undan-
Þuríður Guðmundsdóttir, UMSE og
Helga Siguijónsdóttir USÚ.
farin Landsmót og þótti því ástæða til að
reyna eitthvað nýtt.
Og það verður svo sannarlega
reynt ýmislegt nýtt. Skoðaðar í heild
12
SKINFAXI