Skinfaxi - 01.06.1987, Qupperneq 29
LANDSMÓTSSPÁ
Starfsíþróttir.
Höfða til allra
Starfsíþróttir eiga sér langa sögu.
Árið 1953 var Stefán Ól. Jónsson ráðinn
hjá U.M.F.Í. til að efla útbreiðslu þeirra í
landinu.
Vöktu þær strax mikinn áhuga allra
sem með þeim fylgdust.
Einbeiting við jurtagreiningu á
Landsmóti á Húsavík.
Á Landsmótum frá 1955-1975 er
keppt í 8 greinum, en fyrir landsmótið á
Sclfossi er þeim fækkað í 6, og í dag
standa eftir þessar: Línubeiting,
dráttarvélaakstur, jurtagreining,
hestadómar, lagt á borð og hestadómar
auk starfshlaups.
Þykir mér eftirsjá að t.d.
pönnukökubakstri og blómaskreytingu.
Þessar íþróttir höfða til allra og gefa
Landsmótum sérstakan svip.
Öll héraðssambönd hafa möguleika
á að þjálfa fólk í starfsíþróttum og eimitt
nú þegar heimilisfræðikennsla er
skyldunám í skólum landsins, prófs er
krafist af þeim sem aka dráttarvélum, og
umræða er um aukna þörf á hverskonar
verknámi.
Stofna mætti til keppni milli skóla
og glæða með því enn frekar áhuga ungs
fólks á verklegum greinum, en það var
ætlunin þegar starfsfþ)róttir hófu feril
sinn með svo kölluðu 4. H klúbbum í
Bandaríkjunum.
Halla L. Loftsdóttir.
Frá 1971 hef ég fylgst með
starfsíþróttum bæði sem keppandi og
starfsmaður H.S.Þ. og hef ég orðið vör
við sívaxandi áhuga mótsgesta fyrir
þessum keppnisgreinum en aðstaða fyrir
keppendur og áhorfendur verið misgóð.
Þá hefur komið í ljós að mismikil
áhersla er lögð á starfsíþróttir hjá hinuin
ymsu héraðssamböndum þó sá
undirbúningur þurfi ekki að vera
kostnaðarsamur. Undirbúningur fyrir
keppni í starfsíþróttum á Landsmótinu
nú í sumar er langt kominn og reynt
verður að skapa sem besta aðstöðu fyrir
keppendur og lögð áhersla á staðsetningu
keppninnar á mótssvæðinu svo allir eigi
greiðan aðgang að áhorfendasvæðinu.
Viljum við hjá H.S.Þ. því hvelja öll
héraðssambönd til að senda sem ílesta
keppendur til leiks á Húsavík.
SPARISJ OÐUR REYKDÆLA
Opið alla virka daga kl. 10-12 og 13-16.
Trompið er hærra
ÞAÐ ER LÁN AÐ SKIPTA
VIÐ SPARISJÓÐINN
SPARISJÓÐUR REYKDÆLA Mb
SÍMI 43110.
SKINFAXI
29