Skinfaxi - 01.06.1987, Page 30
---------------- Reykjavík -
Nýtt ungmennafélag í
Reykjavík
Stofnað hefur verið nýtt
ungmennafélag og það í Reykjavík, sem
ber heitið “Vesturhlíð”. Þetta er ekkert
venjulegt ungmennafélag. Það ber un-
dirtitilinn Stuðningsfélag
ungmennafélagshreyfingarinnar. Þetta
félag er orðið um það bil mánaðargamalt
og ber keim af öðru félagi sem finna má
í Keflavík, Ungóklúbbnum. Sá klúbbur
eða félag hefur verið starfandi í ein þrjú
ár og hittast félagar þar, tæplega 30
manns, einu sinni í mánuði og rabba
saman. Ungóklúbburinn hefur verið
ungmennafélögunum í Keflavík og
Njarðvík innan handar við ýmis
sérverkefni.
Slikt er einmitt eitt markmiðið
með stofnun “Vesturhlíðar”. Egill
Heiðar Gíslason er formaður
“Vesturhlíðar”. Nafn félagsins er fengið
af húsi því sem hýsir skrifstofu
Ungmennafélags íslands við
Öldugötuna í Reykjavík. Þar var félagið
stofnað fyrir rúmum mánuði síðan.
Egill var spurður spjörunum úr,
fyrst um tilgang félagsins.
“Hann er sá í fyrsta lagi, að ná til
eldri félaga ungmennafélaganna. Þá á ég
annars vegar við þá eldri
ungmennafélaga sem eru ekki lcngur á
fullu í starfi í stjómum félaganna. Eins á
ég við venjulega félagsmenn sem hafa
áhuga á að halda tengslum við
hreyfinguna þó þeir séu að mestu hættir
að starfa í ungmennafélögum. Þeirgætu
þá stutt við bakið á hana með ýmsum
hætti.
Einnig er hugmyndin sú að styðja
ungmennafélagshreyfinguna hér í
Reykjavík, þetta er jú félagsskapur í
Reykjavík. Ungmennafélagshreyfingin
hefur hins vegar ekki verið mjög virk í
Reykjavík. Hún hefurað mestu sóttstyrk
sinn til fólks utan Reykjavíkur. Nú er það
hins vegar svo að fjöldi fólks hefur flutt
búferlum til höfuðborgarinnar og er það
fólk á öllum aldri. Við vitum að fjöldi
þessa fólks vill gjama halda einhverjum
tengslum við hreyfinguna. Við viljum
bjóða því að gera svo, í gegnum “Ves-
turhlíð”. Eins getur fólk stofnað slík
stuðningsfélög út um allt land, ef áhugi er
fyrir hendi.”
-Hvað með nánara starfssvið
“Vesturhlíðar”?
“Það er nú nokkuð í mótun enn
sem komið er, ég get orðað það þannig,
að þau verði ýmis verkefnin, nokkuð eftir
hendinni. En fyrst og fremst verður
félagið e.k. bakhjarl, eins og ég nefndi
hér fyrr.
-Er þessi fclagsskapur hugsaður
sem “svar” hreyfingarinnar við Lions,
Kiwanis og fleiri ámóta félögum?
“Nei, ekki bcinlínis “svar”. Það er
hins vegar ljóstað þcir sem nú em íLions
Egill Heiðar Gíslason, formaður
"Vesturhlfðar".
og ámóta félögum eru margir hverjir
gamlir ungmennafélagar. Nú má ckki
misskilja orð mín. Eg bermikla virðingu
fyrir þessum félögum. Þau hafa unnið
mikið og óeigingjamt starf. En við
ætlum ekki að fara í þeirra spor. Við
ætlum okkur ekki að fara að starfa að
einhverjum stórkostlegum fjáröflunum
eins og mörg fyrmefndra félaga gera.
Við ætlumst til dæmis ekki til að okkar
fólk fari að selja pemr í hús og svo
framvegis. Og ekki heldur að standa úli
á velli með skeiðklukku í hendi á
frjálsíþróttamóti.
Ungmcnnafélögin eru svo víða
orðin íþróttafélög fyrst og fremst. Á
meðal okkar eru hins
vegar margir gamlir félagsmála-
garpar og margir höfum við áhuga á að
auka og styrkja félagsmálastarfið innan
hreyfingarinnar. Og við erum einnig
margir sem emm hættir í íþróttum en
höfum samt sem áður áhuga á ýmsu því
sem fram fer í félögunum.
En almennt séð er þetta fyrst og
fremst hugsað fyrir menn sem vilja halda
tengslum í einhverju formi við
hreyfinguna án þess að verða teknir mcð
húð og hári í einhver störf innan
félaganna.
-Þú segir menn. íslcnsk orð-
notkun krefst þess að þú skýrir það
aðeins nánar.
-Já, með mönnum á ég við ég karla
og konur, eins og stendur í orðabókinni.
Líkt og í ungmennafélagshreyfingunni
eiga menn að starfa saman í þessu félagi,
konur og karlar. Við ætlum með öðrum
orðum að viðhaldaþví jafnrétti kynjanna
sem viðgengst í ungmennafélögunum”
segir Egill Heiðar að lokum.
___________________________________IH
SKINFAXI