Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1987, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.06.1987, Qupperneq 31
Allt fyrir Landsmótiö Lífsreynslusaga Öldu Helgadóttur af Landsmóti á Akranesi Alda Helgadóttir er ein fjölmargra íslendinga sem hafa tekið þátt í Landsmóti. Hún cr nú 42 ára, by'r í Garðabænum og vinnur mikið að félagsmálum, þar á meðal mikið fyrir yngri kynslóðina. Hún hefur svolítið sérkcnnilega og skemmtilega sögu að segja af þátttöku í Landsmótinu á Akranesi, 1978. Alda hefur orðið” “Það var þannig að ég var á ferðalagi, í sumarfríi, ásamt manni mínum þegar haft var samband við mig og ég beðin að keppa fyrir UMSK í spjólkasti og með handboltaliðinu. Reyndar var ég komin austur á firði en samþykkti að reyna þetta. Þá vill það svo til að á Breiðdalsheiðinni bilar bíllinn og það var daginn áður en ég átti að keppa. Okkur tókst nú saml að komast á Egilsstaði. Þaðan ætlaði ég að fljúga suður. Þá var okkur sagt að vélin væri full, ekkert sæti laust. Nú við mætum snemma daginn eftir út á flugvöll til að athuga hvort það væri nokkur möguleiki á að ég kæmist með þann daginn. Það sat við það sama, ekkert sæti laust. Og þetta var sem sagt á laugardeginum, sama dag og ég álli að kcppa. ...verður að komast á Landsmót... Ég sá því engan annan möguleika en að hringja aftur suður og segja þeim að það væri bara enginn möguleiki að ég kæmist í tæka U'ð. Nú það líður ckki nema rúmlega hálftími þangað til hringt er aftur og tilkynnt í Alda Helgadóttir ásamtþremurlitlum puttum áleikjanámskeiði í Garðabæ. hátalara í flugstöðinni að Alda Helgadóttir verði að komast með því hún eigi að keppa á Landsmóti. Og það er rýmkað til um eilt sæti og ég kemst suður. ...mig vantaði skó. Þegar ég mæti svo á flugvöllinn í Reykjavík koma tveir menn á móti mér og spyrja mig að nafni. Ég segi þeim það. Þá segja þeir: “Það bíður héma flugvél eftir þér, þú ált að fara upp á Akranes. Ég dreif mig upp í þessa næstu vél með þann litla farangur sem ég var með. Málið var hins vegar að mig vanlaði skó. En það er samt flogið á Akranes. Og ég er rétt nýlent þegar tilkynnt er að nú hefjist spjótkastið. Ég rýk á næsta mann og spyr hvaða númer hann noti af skóm, fæ þá í hvelli og hendist inn á völl. IIt. < "Þú ert rugluð!" Við áttum að keppa sex umferöir í spjótinu. Ég henti þrjár umferðir en þá var handboltinn að byrja. Ég sagði bara bless, ég yrði að fara að spila handbolla. Ég var þá komin með lengsta kastið og menn sögðu, “Þú ert rugluð!” Nei, nei, í handboltann varð ég að fara og dreif í því. Allt endaði þetta síðan á því að ég vann spjótið og við unnum hand- boltann líka, UMSK!” IH SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.