Skinfaxi - 01.02.1989, Page 6
Molar
Verðlatinahafar sem hlutu sérstakar
viðurkenningar ásamt formanni
UMF. Selfoss, Birni Gíslasyni (aftast
til vinstri).
Hátíð á Selfossi
Daginn fyrir síðustu áramót var
haldin verðlaunahátíð Umf. Selfoss í
veitingahúsinu Inghól áSelfossi. Þetta
er í fjórða sinn sem slík hátíð fer fram
og tókst hún mjög vel að þessu sinni,
um tvö hundruð manns voru
viðstaddir. Hátíðin er haldin í
sam vinnu við íþrótta- og tómstundaráð
Selfosskaupstaðar.
Þeir sem voru tilnefndir úr deildum
félagsins voru
Gunnar Þór Gunnarsson sund
Vésteinn Hafsteinsson frjálsar
Steinunn Smáradóttir fimleikar
Guðmundur Olafsson júdó
Reynir Guðmundsson badm.
Bergur H. Bergsson knattsp.
Magnús Sigurðsson handb.
Fyrst var afreksfólki í hverri
íþróttagrein fyrir sig afhentar
viðurkenningar. íþrótta- og
tómstundaráð veitti einnig unglingum
15 ára og yngri verðlaun, einum í
hverri grein.
Fyrirtæki á Selfossi og víðar hafa
verið dugleg að styðja við bakið á
íþróttafólki og myndarlegar gjafir
bárust frá mörgum þeirra til
afreksmanna íþróttadeildanna. Má
þar nefna íþróttavörur frá Sportbæ og
Heilsusport á Selfossi og Hoffelli í
Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands
gafafturhangikjötogbauniríveisiuna.
Að síðustu var útnefndur
íþróttamaður ársins hjá
Ungmennafélagi Selfoss. Tveirurðu
Tveir hrepptu titilinn Iþróttamaður
ársins hjá Selfyssingum.þeir Magnús
Sigurðsson, handknattleiksmaður (t.v.
á myndinni) og Vésteinn Hafsteins-
son.kringlukastari. ÞaðvarHafsteinn
Þorvaldsson ,faðir Vésteins, sem veitti
viðurkenningunni viðtöku þar sem
Vésteinn dvelst nú í Svíþjóð.
jafnir og efstir að stigum að þessu
sinni. Það voru þeir Magnús
Sigurðsson, handknattleiksmaður og
Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari
og Ólympíufari. Báðir fengu 46 stig.
Það voru svo bankarnir á Selfossi
sem buðu gestum upp á veitingar.
Bændaglíman á
HSK þingi
Tími ársþinga héraðssambandanna er
nú að ganga í garð. HSK er eitt fárra
sem heldur tveggja daga þing og
skemmtikvöld með. A þessu
skemmtikvöldi fer fram Bændaglíma
Suðurlands sem endurvakin var fyrir
tveimur árum og nýtur mikilla
vinsælda. Bændaglíman er til
minningar um Sigurð Greipsson sem
var mikill glímufrömuður og
atorkusamur innan HSK. Á
Skiptinemi frá
Svíþjóð
Sjálfsagt muna þeir sem lesa
Skinfaxa eftir skiptinemunum sem
hingað koma fyrir tilstuðlan þess sem
nefnternorræn ungmennaskipti. Tvær
stúlkurhafakomiðhingaðfráSvíþjóð
og dvalist norður í Svarfaðadal og í
Grímsnesinu á Suðurlandi. Nú er sú
þriðja á leiðinni. Þeir sem hafa áhuga
á að bjóða Carinu Andersson frá
Förslov í Svíþjóð sumargistingu ættu
að hafa samband við UMFÍ á
Öldugötunni í Reykjavík.
Carina sem er 22 ára, hefur eins og
hinar stúlkurnar tvær starfað í 4 H
félögunum í Svíþjóð. Carina er
áhugamanneskja um íþróttir og
matargerð. Hún hefur frétt af
náttúrufegurð landsins og menningu
en einnig hefur hún frétt af góðu gengi
Kvennalistans og langar nú að kynnast
þessu öllu. Gert er ráð fyrir að hún
komi hingað til lands íjúní.
Svíþjóð í sumar?
I árgefst unglingum frá lóáraaldri
kostur á að fara til Norðurlandanna á
svipaðan máta og Carina sem hér er
nefnd að ofan, er væntanleg hingað til
lands. Sásemferdvelstþásumarlangt
í einhverju Norðurlandanna, stundar
þar vinnu, í bæ eða sveit. Meðan á
dvölinni stendur er lögð áhersla á að
þátttakandi kynnist Svíþjóð sem best,
sænsku þjóðlífi, menningu og einnig
starfi 4 H félaganna.
Og þá er bara að hafa samband við
UMFI miðstöðina f Reykjavík eða þá
ykkar héraðssamband.
Bændaglímu keppa tveir flokkarog er
glímt þar til aðeins einn stendur eftir
ósigraður.
I ár ætla glímumenn HSK 20 ára og
yngri að skora á landsúrval þess
aldursflokks að mæta sér.
Héraðsþingið og Bændaglíman verður
á Hvolsvelli 25. og 26. febrúar.
6
Skinfaxi