Skinfaxi - 01.02.1989, Síða 18
Frjálsíþróttir
Ingibjörg Ivarsdóttir í hástökkinu.
Árangurerannars slakuren mér sýnisl
að í stuttu grindinni megi vænta
stórbætingar hjámörgum stúlknanna.
Valdís Hallgrímsdóttir UMSE, keppti
á ný og gæti hlaupið löngu grindina
vel næsta sumar.
Hástökk
Þórdís Gísladóttir, var mjög sterk
innanhúss. Hún gekk ekki heil til
skógar í keppnum sumarsins og því
vantaði toppinn utanhúss þó hún næði
ágætum mótum. Elín Jóna bætti sig
og er engin ástæða til annars en að
vera bjartsýnn á framhaldið. Meðal
þeirra stúlkna sem eru að stökkva
1,55 moghærraerörugglega aðfinna
framtíðarstökkvara.
Langstökk
Árangur var lakari en oftast áður og
greinin er í mikilli stöðnun. En
skýringin er trúlega sú að lang-
stökkvararnir eru einfaldlega ekki
nógu fljótir. Stúlkur, hér þarf að bæta
árangurinn verulega.
Kúluvarp
Guðbjörg Gylfadóttir, US AH, bætti
sig ekki og ekki heldur næstu stúlkur.
Framfarir hafa orðið miklar undan-
farin ár, þróunin var ekki jafn ör síð-
asta ár en þó er breiddin að aukast.
Kringlukast
Guðrún Ingólfsdóttir, USÚ, er í
sérflokki ogerárangurhennarmjög
athyglisverður, sérstaklega miðað við
hvað hún hefur lítið einbeitt sér að
keppni. Berglind Bjarnadóttir bætti
sig verulega og jafnaði Islandsmetið í
sínum aldursflokki. Guðbjörg
Viðarsdóttir, HSK, bætti sig vel og
nafna hennar Gylfadóttir virðist vera
aðnábetra valdi ááhaldinu. Núerað
sjá hvort einhverjar þeirra sigrist á
40 metra múrnum í sumar.
Spjótkast
íris Grönfeldt, UMSB, setti gott
íslandsmet snemma á keppnis-
tímabilinu en meiddist og náði sér
ekki aftur á strik. Árangur næstu
stúlkna er þokkalegur á íslenskan
mælikvarða og Unnur Sigurðardóttir,
UMFK, kastaði í fyrsta skipti yfir 40
metra.
Sjöþraut
Berglind Bjarnadóttir, er að ná
tökum á flestum greinum og e.t.v. er
sjöþrautin hennar framtíðargrein.
Birgitta Guðjónsdóttir og Ingibjörg
ívarsdóttir úr HSK sinntu ekki
þrautinni eins og áður.
Hér hefur verið fjallað um fjölmargt
efnilegt frjálsíþróttafólk. Hverjir eru
líklegastir til að bæta sig mest og ná
lengst er erfitt að segja. í mjög
mörgum greinum eru framfarir litlar.
Takmörkinsem íþróttafólkiðsetursér
eru oft á tíðum of lág og of fáir stunda
kerfisbundna þjálfun til að ná hærri
markmiðum. Dæmi þeirra sem náð
hafa bestum árangri sanna hvað hægt
eraðgera. Lærum af því og þá verða
framfarirnar meiri. Með ósk um
góðan árangur 1989.
Gunnar Páll Jóakimsson
18
Skinfaxi